Lífið

Bretaprins sæmir Adele orðu

Bjarki Ármannsson skrifar
Athöfnin fór fram í Buckingham Palace í dag.
Athöfnin fór fram í Buckingham Palace í dag. MYND/FilmMagic
Enska söngkonan Adele hlaut fyrr í dag MBE-orðu breska konungsveldisins fyrir störf sín í þágu tónlistarinnar. Það var Karl Bretaprins sem sæmdi hana orðunni, sem er sú þriðja æðsta sem krúnan veitir.

Hin 25 ára gamla Adele hefur notið ómældra vinsælda undanfarin ár. Í fyrra vann hún sex Grammy-verðlaun fyrir plötu sína 21 og hlaut Óskarinn fyrir besta frumsamda lagið fyrir James Bond-myndina Skyfall. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.