Lífið

Besta, holla smákakan - uppskrift

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Berglind Sigmarsdóttir, höfundur metsölubókanna Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir fjölskyldunnar, efndi til samkeppni um bestu, hollu smákökuna í samvinnu við Bókafélagið sem gefur bækur hennar út.

Fjöldi frábærra uppskrifta barst í keppnina enda mikil heilsuvakning sem hefur átt sér stað í samfélaginu og átti dómnefndin fullt í fangi með að finna út sigurvegarann.

Í fyrsta sæti var Hulda Guðmundsdóttir með Hnetusmjörs- og súkkulaðiduo, í öðru Birgitta K. Árnadóttir með Valhnetuæði og í því þriðja Oddrún Helga Símonardóttir með Kókoshafrakökur með súkkulaði. Verðlaun fyrir fyrsta sætið voru jógúrt- og ísgerðarvél frá Heimilistækjum, Iittala skál og Twist and Sparkle sódatæki frá Ásbirni Ólafssyni, gjafakarfa með bökunarvörum frá Himneskri hollustu, bókapakki frá Bókafélaginu og geitamjólkurduft og jógúrtgerlar til jógúrtgerðar frá Geitunum þremur.

Dómarar keppninnar voru Berglind Sigmarsdóttir, Sigurður Gíslason matreiðslumeistari og fyrrum landsliðsmaður í matreiðslu og Rósa Guðbjartsdóttir, ritstjóri

Berglind Sigmarsdóttir höfundur Heilsuréttabókanna, Gyða Borg Barðadóttir sem tók við verðlaunum fyrir hönd Huldu Guðmundsdóttur sem varð í 1. sæti, Oddrún Helga Símonardóttir sem varð í 3. sæti, og Birgitta K. Árnadóttir sem varð í 2. sæti, Sigurður Gíslason matreiðslumaður og Rósa Guðbjartsdóttir ritstjóri sem skipuðu dómnefnd ásamt Berglindi.
Sigurkakan - uppskrift

Hnetusmjörs- og súkkulaðiduo

14-16 kökur2 dl möndlumjöl

½ dl lífrænt dökkt kakó

½ tsk vínsteinslyftiduft

¼ tsk sjávarsalt

100 gr. 70% súkkulaði

1 ½ dl kókospálmasykur

1 ½ Lífrænt gróft hnetusmjör

½ dl kókosolía

1 tsk vanilla

1 stórt egg

Forhitið ofn í 180°C. Blandið saman möndlumjöli, vínsteinslyftidufti, kakói og salti í skál. Hrærið saman í hrærivél kókosolíu, kókospálmasykri, vanilla og helming af hnetusmjörinu þar til blandan verður létt. Bætið egginu saman viðog hrærið vel.  Þá er kakóblöndunni bætt við og enn á ný hrært vel.  Að lokum er súkkulaðið saxað og bætt í blönduna og allt þetta hrært saman. Þá eru mótaðar litlar kúlur úr deiginu og þeim raðað á pappírsklædda bökunarplötu.  Því næst er gerð hola með þumlinum í hverja köku og holan fyllt með hnetusmjöri. Bakist í tólf til fimmtán mínútur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.