Norðmenn biðja um frest vegna Drekans Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2013 16:04 Tord Lien olíu- og orkumálaráðherra fyrir framan Stórþingið í Osló. Mynd/Reynir Jóhannesson. Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu. Engin skýring fylgdi þessari ósk en titrings gætir í Noregi vegna málsins. Orkustofnun tilkynnti þann 16. október síðastliðinn að hún hefði sent ríkisstjórn Noregs drög að leyfi kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC og Eykon Energy og óskaði eftir formlegri afstöðu norska ríkisins til þátttöku í leyfinu. Norska ríkinu stendur til boða 25% þátttaka í leyfinu, samkvæmt Jan Mayen-samkomulagi þjóðanna frá árinu 1981, og hafa Norðmenn 30 daga til þess að svara erindinu.Sérleyfin á Drekasvæðinu. Verður Petoro einnig 25% aðili á þriðja leyfinu?Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun var erindið móttekið í olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs þann 21. október. Fresturinn hefði því runnið út í dag. Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur nú óskað eftir viðbótarfresti fram á föstudag og hefur Orkustofnun orðið við þeirri beiðni, að sögn Þórarins Sveins Arnarsonar, verkefnisstjóra olíuleitar. Hann sagði að engin skýring hefði fylgt ósk Norðmanna. Fram hefur komið í fréttum að titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna væntanlegrar ákvörðunar. Tveir smáflokkar, sem verja nýju minnihlutastjórn Ernu Solbergs falli, eru andvígir því að ný svæði verði opnuð til olíuleitar. Tord Lien, olíu- og orkumálaráðherra, hefur hins vegar sagt að ákvæði samstarfssáttmála flokkanna um að leyfa ekki olíuleit við Jan Mayen, gildi ekki um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins.Fyrstu tvö sérleyfin afhent í Ráðherrabústaðnum þann 4. janúar sl. að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs.Ríkisstjórn Jens Stoltenbergs ákvað í lok síðasta árs að norska ríkisolíufélagið Petoro yrði 25% aðili að tveimur fyrstu sérleyfum Íslendinga og var það innsiglað við athöfn í Ráðherrabústaðnum að viðstöddum þáverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe. Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu. Engin skýring fylgdi þessari ósk en titrings gætir í Noregi vegna málsins. Orkustofnun tilkynnti þann 16. október síðastliðinn að hún hefði sent ríkisstjórn Noregs drög að leyfi kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC og Eykon Energy og óskaði eftir formlegri afstöðu norska ríkisins til þátttöku í leyfinu. Norska ríkinu stendur til boða 25% þátttaka í leyfinu, samkvæmt Jan Mayen-samkomulagi þjóðanna frá árinu 1981, og hafa Norðmenn 30 daga til þess að svara erindinu.Sérleyfin á Drekasvæðinu. Verður Petoro einnig 25% aðili á þriðja leyfinu?Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun var erindið móttekið í olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs þann 21. október. Fresturinn hefði því runnið út í dag. Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur nú óskað eftir viðbótarfresti fram á föstudag og hefur Orkustofnun orðið við þeirri beiðni, að sögn Þórarins Sveins Arnarsonar, verkefnisstjóra olíuleitar. Hann sagði að engin skýring hefði fylgt ósk Norðmanna. Fram hefur komið í fréttum að titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna væntanlegrar ákvörðunar. Tveir smáflokkar, sem verja nýju minnihlutastjórn Ernu Solbergs falli, eru andvígir því að ný svæði verði opnuð til olíuleitar. Tord Lien, olíu- og orkumálaráðherra, hefur hins vegar sagt að ákvæði samstarfssáttmála flokkanna um að leyfa ekki olíuleit við Jan Mayen, gildi ekki um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins.Fyrstu tvö sérleyfin afhent í Ráðherrabústaðnum þann 4. janúar sl. að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs.Ríkisstjórn Jens Stoltenbergs ákvað í lok síðasta árs að norska ríkisolíufélagið Petoro yrði 25% aðili að tveimur fyrstu sérleyfum Íslendinga og var það innsiglað við athöfn í Ráðherrabústaðnum að viðstöddum þáverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe.
Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10
Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09