Norska ríkið fær stærri Drekaleyfi en Jan Mayen-samningurinn bauð Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2013 18:45 Forstjóri norska ríkisolíufélagsins Petoro, Kjell Pedersen, tekur við sérleyfi á Drekasvæðinu úr hendi Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra í janúar sl. Þátttaka norskra stjórnvalda í olíuleit á Drekasvæðinu stefnir í að verða mun umfangsmeiri en búast mátti við samkvæmt Jan Mayen-samningnum. Meira en helmingur af nýjasta sérleyfinu er þannig utan við sérstakt samvinnusvæði, sem tryggði Norðmönnum fjórðungsrétt til þátttöku. Aðild norska ríkisins að olíuleit í íslenskri lögsögu var innsigluð með heimsókn norska olíumálaráðherrans til Íslands í byrjun ársins og byggði á meira en þrjátíu ára gömlu samkomulagi ríkjanna um gagnkvæman 25 prósenta rétt á tilteknu samvinnusvæði við lögsögumörkin. Noregur fól ríkisolíufélaginu Petoro að annast sinn hlut í fyrstu tveimur leyfunum og á föstudag var Petoro einnig tilnefnt í þriðja leyfið, með kínverska félaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon Energy. Það vekur hins vegar athygli að nýjasta leyfissvæðið er að meirihluta utan samvinnusvæðis Íslands og Noregs.Tvö sérleyfanna, sem Petoro er aðili að, eru að hluta utan við samvinnusvæðið, sem veitir norska ríkinu 25% rétt.„Norðmenn hafa valið að taka þátt á öllu svæðinu. Það er í raun og veru fyrir utan þeirra rétt. Það er raun og veru bara þeirra samningar við hina aðilana í verkefninu,” segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Annað af fyrri sérleyfunum, sem Faroe Petroleum leiðir, nær einnig að hluta út fyrir samvinnusvæðið og verður norska ríkið þannig einnig fjórðungsaðili í sérleyfum á viðamiklu hafsvæði í lögsögu Íslands sem er utan við hinn samningsbundna þátttökurétt.Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri: Hagstætt fyrir Íslendinga að fá Norðmenn þarna með líka.Spurður hvort þetta sé hagstætt fyrir Íslendinga að hleypa Norðmönnum svona mikið inn í olíuleitina svarar orkumálastjóri: „Já, það er hagstætt fyrir okkur Íslendinga að hafa Norðmenn með þarna.” Hann segir góða samvinnu við Norðmenn grundvallaratriði í ljósi gríðarlegrar reynslu þeirra á slíkum hafsvæðum. „Þá er auðvitað gott að hafa norsk fyrirtæki inni í verkefnunum líka vegna þess að þá fáum við þekkinguna og reynsluna inn þeim megin frá líka.” Þegar spurt er um fyrsta borpallinn spáir Guðni eftir fjögur til sjö ár. „Það er ekki líklegt að það verði byrjað að bora fyrr en 2017. Það er einhversstaðar á bilinu 2017 til 2020 sem gæti verið farið að bora.” Tengdar fréttir Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20 Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19 Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. 22. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Þátttaka norskra stjórnvalda í olíuleit á Drekasvæðinu stefnir í að verða mun umfangsmeiri en búast mátti við samkvæmt Jan Mayen-samningnum. Meira en helmingur af nýjasta sérleyfinu er þannig utan við sérstakt samvinnusvæði, sem tryggði Norðmönnum fjórðungsrétt til þátttöku. Aðild norska ríkisins að olíuleit í íslenskri lögsögu var innsigluð með heimsókn norska olíumálaráðherrans til Íslands í byrjun ársins og byggði á meira en þrjátíu ára gömlu samkomulagi ríkjanna um gagnkvæman 25 prósenta rétt á tilteknu samvinnusvæði við lögsögumörkin. Noregur fól ríkisolíufélaginu Petoro að annast sinn hlut í fyrstu tveimur leyfunum og á föstudag var Petoro einnig tilnefnt í þriðja leyfið, með kínverska félaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon Energy. Það vekur hins vegar athygli að nýjasta leyfissvæðið er að meirihluta utan samvinnusvæðis Íslands og Noregs.Tvö sérleyfanna, sem Petoro er aðili að, eru að hluta utan við samvinnusvæðið, sem veitir norska ríkinu 25% rétt.„Norðmenn hafa valið að taka þátt á öllu svæðinu. Það er í raun og veru fyrir utan þeirra rétt. Það er raun og veru bara þeirra samningar við hina aðilana í verkefninu,” segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Annað af fyrri sérleyfunum, sem Faroe Petroleum leiðir, nær einnig að hluta út fyrir samvinnusvæðið og verður norska ríkið þannig einnig fjórðungsaðili í sérleyfum á viðamiklu hafsvæði í lögsögu Íslands sem er utan við hinn samningsbundna þátttökurétt.Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri: Hagstætt fyrir Íslendinga að fá Norðmenn þarna með líka.Spurður hvort þetta sé hagstætt fyrir Íslendinga að hleypa Norðmönnum svona mikið inn í olíuleitina svarar orkumálastjóri: „Já, það er hagstætt fyrir okkur Íslendinga að hafa Norðmenn með þarna.” Hann segir góða samvinnu við Norðmenn grundvallaratriði í ljósi gríðarlegrar reynslu þeirra á slíkum hafsvæðum. „Þá er auðvitað gott að hafa norsk fyrirtæki inni í verkefnunum líka vegna þess að þá fáum við þekkinguna og reynsluna inn þeim megin frá líka.” Þegar spurt er um fyrsta borpallinn spáir Guðni eftir fjögur til sjö ár. „Það er ekki líklegt að það verði byrjað að bora fyrr en 2017. Það er einhversstaðar á bilinu 2017 til 2020 sem gæti verið farið að bora.”
Tengdar fréttir Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20 Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19 Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. 22. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20
Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19
Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. 22. nóvember 2013 18:45