Ríkri þjóð ber skylda að hjálpa þeim örsnauðustu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 12. nóvember 2013 07:30 "Mér finnst þetta mjög sorgleg tillaga og hún er mjög miskunnarlaus. Ekki síst í ljósi þess að þó svo að Ísland hafi gengið í gegnum bankahrun fyrir fimm árum, þá erum við ennþá í hópi ríkustu þjóða heims,“ segir Össur. mynd/365 Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar leggur til að framlög til þróunarmála verði endurskoðuð og nýleg hækkun framlaga til þeirra verði dregin til baka. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir tillöguna nöturlega og ef farið verði að henni séu Íslendingar að brjóta loforð og skuldbindingar sem Alþingi hafi gefið blásnauðustu þjóðum heims. „Mér finnst þetta mjög sorgleg tillaga og hún er mjög miskunnarlaus. Ekki síst í ljósi þess að þó svo að Ísland hafi gengið í gegnum bankahrun fyrir fimm árum, þá erum við ennþá í hópi ríkustu þjóða heims,“ segir Össur. Hann segist vera þeirrar skoðunar að ríkri þjóð beri siðferðisleg skylda til að láta af hendi rakna til að hjálpa þeim sem eru örsnauðastir í heiminum. Hann segir að þegar Alþingi hafi samþykkt að hækka framlög til þróunarmála fyrir einu og hálfu ári síðan hafi það verið gert einróma. Hann segir að meðal annars hafi núverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson farið í stól á Alþingi og lýst því yfir að honum litist vel á hækkunina og að hún væri raunsæ. Hann segir að Alþingi hafi meira að segja hækkað framlögin á þessum árum sem nú eru að ganga yfir. Össur segir að honum þyki tillagan sorgleg. „Ekki síst í ljósi þess að þessi framlög okkar fara að stórum hluta í að styrkja fátækustu mæður í heiminum og börn þeirra. Með bólusetningum og með því að afla þeim vatns og mennta bláfátækar kornungar konur sem verða mæður mjög snemma í þessum löndum.“ Hann segir að í ljósi þess að okkar framlög séu viðurkennd af mörgum þjóðum fyrir að vera sérstök að því leyti að þau renna til grasrótarsamtaka og til grasrótarhreyfinga á þessum svæðum sé hann ofandottinn. Það geri hann sorgbitinn að framsóknarflokkurinn sem kennir sig við félagshyggju, leggi nafn sitt við þessar tillögur.Þróunaraðstoð skiptir máli Össur segir að á síðustu árum hafi verið ákveðin breyting í því hvernig fé til þróunarlanda sé varið. Hann segir þátttöku heimamanna í ákvörðun skipta miklu og hún hafi aukist. Það sé minna um að það komi útlendar þjóðir, eins og til dæmis Íslands og segi hvað eigi að gera. Nú séu viðtakendur fjárframlagsins spurðir hvað sé mikilvægast. Hann nefnir dæmi um starfið úti. Til dæmis hafi verið reistur spítali í Malaví og honum fylgi fæðingardeildir úti í frumskógunum. Þangað komi konur langar leiðir til þess að fæða. Þessar deildir eigi stóran þátt í að fæðingardauði hefur snarminnkað á þessum svæðum. Hann minnir á að öll þróunaraðstoð skipti máli og þar sé Úganda gott dæmi. En Úganda hafi með þróunaraðstoð ýmissa landa náð að þokast upp fyrir fátæktarlínuna. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar leggur til að framlög til þróunarmála verði endurskoðuð og nýleg hækkun framlaga til þeirra verði dregin til baka. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir tillöguna nöturlega og ef farið verði að henni séu Íslendingar að brjóta loforð og skuldbindingar sem Alþingi hafi gefið blásnauðustu þjóðum heims. „Mér finnst þetta mjög sorgleg tillaga og hún er mjög miskunnarlaus. Ekki síst í ljósi þess að þó svo að Ísland hafi gengið í gegnum bankahrun fyrir fimm árum, þá erum við ennþá í hópi ríkustu þjóða heims,“ segir Össur. Hann segist vera þeirrar skoðunar að ríkri þjóð beri siðferðisleg skylda til að láta af hendi rakna til að hjálpa þeim sem eru örsnauðastir í heiminum. Hann segir að þegar Alþingi hafi samþykkt að hækka framlög til þróunarmála fyrir einu og hálfu ári síðan hafi það verið gert einróma. Hann segir að meðal annars hafi núverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson farið í stól á Alþingi og lýst því yfir að honum litist vel á hækkunina og að hún væri raunsæ. Hann segir að Alþingi hafi meira að segja hækkað framlögin á þessum árum sem nú eru að ganga yfir. Össur segir að honum þyki tillagan sorgleg. „Ekki síst í ljósi þess að þessi framlög okkar fara að stórum hluta í að styrkja fátækustu mæður í heiminum og börn þeirra. Með bólusetningum og með því að afla þeim vatns og mennta bláfátækar kornungar konur sem verða mæður mjög snemma í þessum löndum.“ Hann segir að í ljósi þess að okkar framlög séu viðurkennd af mörgum þjóðum fyrir að vera sérstök að því leyti að þau renna til grasrótarsamtaka og til grasrótarhreyfinga á þessum svæðum sé hann ofandottinn. Það geri hann sorgbitinn að framsóknarflokkurinn sem kennir sig við félagshyggju, leggi nafn sitt við þessar tillögur.Þróunaraðstoð skiptir máli Össur segir að á síðustu árum hafi verið ákveðin breyting í því hvernig fé til þróunarlanda sé varið. Hann segir þátttöku heimamanna í ákvörðun skipta miklu og hún hafi aukist. Það sé minna um að það komi útlendar þjóðir, eins og til dæmis Íslands og segi hvað eigi að gera. Nú séu viðtakendur fjárframlagsins spurðir hvað sé mikilvægast. Hann nefnir dæmi um starfið úti. Til dæmis hafi verið reistur spítali í Malaví og honum fylgi fæðingardeildir úti í frumskógunum. Þangað komi konur langar leiðir til þess að fæða. Þessar deildir eigi stóran þátt í að fæðingardauði hefur snarminnkað á þessum svæðum. Hann minnir á að öll þróunaraðstoð skipti máli og þar sé Úganda gott dæmi. En Úganda hafi með þróunaraðstoð ýmissa landa náð að þokast upp fyrir fátæktarlínuna.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira