Barnahús í nýtt húsnæði 14. nóvember 2013 23:22 Mynd/Vilhelm Barnahús mun færa starfsemi sína í Gilsárstekk 8 í Reykjavík eftir að ríkið keypti húsið. Barnahús er rekið af Barnaverndarstofu. Kaupverð hússins er 75 milljónir króna. Ríkiskaup auglýstu eftir húsnæði til leigu eða kaups fyrir starfsemina í byrjun september síðastliðnum og bárust sjö tilboð. Niðurstaða hagkvæmnimats var sú að hagstæðara væri fyrir ríkissjóð að kaupa húsið fremur en að leigja. Núverandi húsnæði Barnahúss var orðið of þröngt fyrir starfsemina þar sem brýnt var orðið að fjölga starfsfólki og bæta aðstæður. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segist innilega glöð og þakklát fyrir að þetta mál sé nú komið í höfn: „Starfið sem fram fer í Barnahúsi er svo mikilvægt og verkefnin slík að við verðum að sjá til þess að aðbúnaður barna sem þangað leita og starfsfólksins sem vinnur við þessi erfiðu mál sé eins og best verður á kosið,“ segir Eygló í tilkynningu. Gilsárstekkur 8 er 387 fermetrar að stærð og á tveimur hæðum. Aðgengi að húsinu er gott og stutt út á stofnbrautir. Húsið er í góðu ástandi og vel við haldið og þótt gera þurfi á því einhverjar breytingar til að laga það að fyrirhugaðri starfsemi uppfyllir það allar kröfur sem gerðar voru til húsnæðis Barnahúss samkvæmt auglýsingu. Húsið verður afhent í byrjun desember næstkomandi og þá verður hafist handa við þær breytingar sem nauðsynlegar eru áður en Barnahús tekur þar til starfa. Í Barnahúsi fara fram skýrslutökur fyrir dómi að beiðni dómara þegar lögregla fer með rannsókn máls, könnunarviðtöl að beiðni barnaverndarnefnda ef þörf er á þegar ekki er óskað eftir lögreglurannsókn, sérhæfð greining til að meta hugsanlegar afleiðingar kynferðisofbeldisins á barnið og fjölskyldu þess og meðferð. Á vegum Barnahúss fer einnig fram ráðgjöf og fræðsla með leiðbeiningum til þeirra sem þarfnast upplýsinga vegna gruns um kynferðisofbeldi. Í Barnahúsi er einnig aðstaða fyrir læknisskoðun. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Barnahús mun færa starfsemi sína í Gilsárstekk 8 í Reykjavík eftir að ríkið keypti húsið. Barnahús er rekið af Barnaverndarstofu. Kaupverð hússins er 75 milljónir króna. Ríkiskaup auglýstu eftir húsnæði til leigu eða kaups fyrir starfsemina í byrjun september síðastliðnum og bárust sjö tilboð. Niðurstaða hagkvæmnimats var sú að hagstæðara væri fyrir ríkissjóð að kaupa húsið fremur en að leigja. Núverandi húsnæði Barnahúss var orðið of þröngt fyrir starfsemina þar sem brýnt var orðið að fjölga starfsfólki og bæta aðstæður. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segist innilega glöð og þakklát fyrir að þetta mál sé nú komið í höfn: „Starfið sem fram fer í Barnahúsi er svo mikilvægt og verkefnin slík að við verðum að sjá til þess að aðbúnaður barna sem þangað leita og starfsfólksins sem vinnur við þessi erfiðu mál sé eins og best verður á kosið,“ segir Eygló í tilkynningu. Gilsárstekkur 8 er 387 fermetrar að stærð og á tveimur hæðum. Aðgengi að húsinu er gott og stutt út á stofnbrautir. Húsið er í góðu ástandi og vel við haldið og þótt gera þurfi á því einhverjar breytingar til að laga það að fyrirhugaðri starfsemi uppfyllir það allar kröfur sem gerðar voru til húsnæðis Barnahúss samkvæmt auglýsingu. Húsið verður afhent í byrjun desember næstkomandi og þá verður hafist handa við þær breytingar sem nauðsynlegar eru áður en Barnahús tekur þar til starfa. Í Barnahúsi fara fram skýrslutökur fyrir dómi að beiðni dómara þegar lögregla fer með rannsókn máls, könnunarviðtöl að beiðni barnaverndarnefnda ef þörf er á þegar ekki er óskað eftir lögreglurannsókn, sérhæfð greining til að meta hugsanlegar afleiðingar kynferðisofbeldisins á barnið og fjölskyldu þess og meðferð. Á vegum Barnahúss fer einnig fram ráðgjöf og fræðsla með leiðbeiningum til þeirra sem þarfnast upplýsinga vegna gruns um kynferðisofbeldi. Í Barnahúsi er einnig aðstaða fyrir læknisskoðun.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira