Innlent

Máli Steinars Aubertssonar gegn ríkinu frestað

Steinar Aubertsson
Steinar Aubertsson mynd / anton
Máli Steinars Aubertssonar gegn íslenska ríkinu hefur verið frestað um ótiltekinn tíma en aðalmeðferð í málinu átti að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag.

Steinar Aubertsson lést á Litla-Hrauni í síðustu viku en dánarorsökin mun hafa verið of stór skammtur af fíkniefnum.

Steinar höfðaði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu eftir að húsleit var gerð á heimili hans.

Steinar fór fram á skaðabætur vegna eignartjóns sem hann varð fyrir við húsleitina.

Lögreglan gerði húsleit á heimili Steinars vorið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×