Lífið

Fór í andlitslyftingu 35 ára

Rokkstjarnan Courtney Love segist hafa tekið ráðum leikkonunnar Goldie Hawn.

„Ég vil ekki tala um hvað ég eldist vel. Ég tók ráðum frá Goldie Hawn þegar hún sagði mér að ég ætti að fara í andlitslyftingu þegar ég var 35 ára,“ segir Courtney, 49 ára, í viðtali við kanadíska tímaritið Fashion. Courtney er ekkja Nirvana-söngvarans Kurt Cobain sem framdi sjálfsmorð árið 1994.

Courtney gefur út ævisögu sína um miðjan desember.
„Strákar sem vilja leika í myndinni um Kurt Cobain reyna enn við mig en myndin hefur verið í framleiðslu í mörg ár. Ég gæti nefnt nöfn sem myndu koma mörgum á óvart en ég sef ekki hjá neinum yngri en 38 ára.“

Kurt og Courtney með dóttur sína Frances Bean.
Lífið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.