„Íslendingar mættu alveg vera reiðari“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. október 2013 22:47 Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur, segir fólk úr alls kyns stöðum í þjóðfélaginu fá reiðiköst og þurfa að leita sér hjálpar. „Það eru sko engir ræflar sem mæta á þessi námskeið en þetta eru heldur ekkert eintómar Soffíur frænkur,“ segir Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur, sem heldur námskeið í reiðistjórnun. „Sumir halda þegar þeir heyra um þessi námskeið að þeir verði algjörir aumingjar eftir námskeiðið og láti alla vaða yfir sig. En þannig er það ekki. Við erum að þjálfa ákveðni í staðinn fyrir yfirgang.“ Elsa Bára segir alveg eðlilegt að Íslendingar séu stundum reiðir á þeim tímum sem við lifum á. „Margir Íslendingar eru undir miklu álagi. Þeir hafa áhyggjur, búa við mikla streitu og finnast á sér brotið. Ég er eiginlega samt hálf hissa hvað fólk virðist lítið reitt. Við megum alveg vera reið en það skiptir mjög miklu máli hvernig við sýnum það. Það er alltof algengt að við tökum reiðina út á röngum aðilum.“ Elsa Bára hefur haldið námskeið í reiðistjórnun um árabil og segir hún alls konar fólk mæta á námskeiðið. Þetta er bæði fólk sem gengur vel og er í góðum stöðum, námsmenn og fólk í atvinnurekstri og einnig fólk sem hefur komist í kast við lögin vegna reiðistjórnunarvanda. „Það er alveg magnað hvað þátttakendur geta átt margt sameiginlegt þrátt fyrir gjörólíkan bakgrunn. Þeir eiga yfirleitt sameiginlegt að lenda í alvarlegum árekstrum vegna reiðikasta og hefur mögulega misst frá sér maka, vini eða atvinnu vegna þess.“ Á námskeiðinu kennir Elsa Bára fólki að kynnast eigin vanda betur, þekkja merkin um að það sé að reiðast og þannig geta gripið inn í áður en það gerir eða segir eitthvað sem ekki er aftur tekið. En hún segir reiðina vera eðlilega tilfinningu sem er nauðsynleg hverjum manni. „Reiði hjálpar okkur að vita hvenær okkur er misboðið, þegar gengið er á rétt okkar eða þegar okkur er ógnað. Þetta er nauðsynleg tilfinning sem þó er gott að kunna að hafa stjórn á.“ Á Facebook-síðunni Reiðistjórnun má finna upplýsingar um næstu námskeið og fá nánari upplýsingar. Mest lesið Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Tónlist Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Áskorun „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi“ Lífið Eitt lag með eiginmanninum varð að vínylplötu Lífið Íslensk áhöfn tekur þátt í endurvakningu Pan Am Lífið Krakkatían: Leðurblökumaðurinn, Elli Egils og 17. júní Lífið „Eini maðurinn sem er bókaður í golf undir dauðahótunum“ Lífið Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar Lífið Þingkonur hlutu blessun Leós páfa Lífið Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Lífið Fleiri fréttir „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi“ Krakkatían: Leðurblökumaðurinn, Elli Egils og 17. júní Eitt lag með eiginmanninum varð að vínylplötu „Eini maðurinn sem er bókaður í golf undir dauðahótunum“ Íslensk áhöfn tekur þátt í endurvakningu Pan Am Þingkonur hlutu blessun Leós páfa Bregðast við bakslagi með Hinsegin Hrísey Fréttatía vikunnar: Fálkaorður, friðlýsing og húðflúr Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Eftirrétturinn sem Espresso Martini-aðdáendur elska Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Ragga Gísla og Hipsumhaps á Innipúkanum sem færir sig um set Væb fara í tónleikaferð um Evrópu Unnur Birna og Pétur keyptu einbýlishús í Garðabæ „Þetta var eins og draumur sem ætlaði aldrei að taka enda“ „Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“ Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar „Fullkomin viðbót“ hjá Selmu og Sölva Uppáhalds sumardrykkur Gerðar: „Ég fæ ekki nóg“ Felix kveður Eurovision með tárum Matti og Brynhildur selja slotið og stefna á sveitasæluna Bríet og Reykjavíkurdætur á Kvennavöku annað kvöld Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Quarashi aftur á svið Sjá meira
„Það eru sko engir ræflar sem mæta á þessi námskeið en þetta eru heldur ekkert eintómar Soffíur frænkur,“ segir Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur, sem heldur námskeið í reiðistjórnun. „Sumir halda þegar þeir heyra um þessi námskeið að þeir verði algjörir aumingjar eftir námskeiðið og láti alla vaða yfir sig. En þannig er það ekki. Við erum að þjálfa ákveðni í staðinn fyrir yfirgang.“ Elsa Bára segir alveg eðlilegt að Íslendingar séu stundum reiðir á þeim tímum sem við lifum á. „Margir Íslendingar eru undir miklu álagi. Þeir hafa áhyggjur, búa við mikla streitu og finnast á sér brotið. Ég er eiginlega samt hálf hissa hvað fólk virðist lítið reitt. Við megum alveg vera reið en það skiptir mjög miklu máli hvernig við sýnum það. Það er alltof algengt að við tökum reiðina út á röngum aðilum.“ Elsa Bára hefur haldið námskeið í reiðistjórnun um árabil og segir hún alls konar fólk mæta á námskeiðið. Þetta er bæði fólk sem gengur vel og er í góðum stöðum, námsmenn og fólk í atvinnurekstri og einnig fólk sem hefur komist í kast við lögin vegna reiðistjórnunarvanda. „Það er alveg magnað hvað þátttakendur geta átt margt sameiginlegt þrátt fyrir gjörólíkan bakgrunn. Þeir eiga yfirleitt sameiginlegt að lenda í alvarlegum árekstrum vegna reiðikasta og hefur mögulega misst frá sér maka, vini eða atvinnu vegna þess.“ Á námskeiðinu kennir Elsa Bára fólki að kynnast eigin vanda betur, þekkja merkin um að það sé að reiðast og þannig geta gripið inn í áður en það gerir eða segir eitthvað sem ekki er aftur tekið. En hún segir reiðina vera eðlilega tilfinningu sem er nauðsynleg hverjum manni. „Reiði hjálpar okkur að vita hvenær okkur er misboðið, þegar gengið er á rétt okkar eða þegar okkur er ógnað. Þetta er nauðsynleg tilfinning sem þó er gott að kunna að hafa stjórn á.“ Á Facebook-síðunni Reiðistjórnun má finna upplýsingar um næstu námskeið og fá nánari upplýsingar.
Mest lesið Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Tónlist Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Áskorun „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi“ Lífið Eitt lag með eiginmanninum varð að vínylplötu Lífið Íslensk áhöfn tekur þátt í endurvakningu Pan Am Lífið Krakkatían: Leðurblökumaðurinn, Elli Egils og 17. júní Lífið „Eini maðurinn sem er bókaður í golf undir dauðahótunum“ Lífið Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar Lífið Þingkonur hlutu blessun Leós páfa Lífið Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Lífið Fleiri fréttir „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi“ Krakkatían: Leðurblökumaðurinn, Elli Egils og 17. júní Eitt lag með eiginmanninum varð að vínylplötu „Eini maðurinn sem er bókaður í golf undir dauðahótunum“ Íslensk áhöfn tekur þátt í endurvakningu Pan Am Þingkonur hlutu blessun Leós páfa Bregðast við bakslagi með Hinsegin Hrísey Fréttatía vikunnar: Fálkaorður, friðlýsing og húðflúr Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Eftirrétturinn sem Espresso Martini-aðdáendur elska Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Ragga Gísla og Hipsumhaps á Innipúkanum sem færir sig um set Væb fara í tónleikaferð um Evrópu Unnur Birna og Pétur keyptu einbýlishús í Garðabæ „Þetta var eins og draumur sem ætlaði aldrei að taka enda“ „Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“ Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar „Fullkomin viðbót“ hjá Selmu og Sölva Uppáhalds sumardrykkur Gerðar: „Ég fæ ekki nóg“ Felix kveður Eurovision með tárum Matti og Brynhildur selja slotið og stefna á sveitasæluna Bríet og Reykjavíkurdætur á Kvennavöku annað kvöld Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Quarashi aftur á svið Sjá meira