Viðskipti innlent

Mótmæla gjaldtöku á Geysissvæðinu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
SF segja Geysi og Strokk sem eru í eigu ríkisins vera helstu söluvöru Geysissvæðisins.
SF segja Geysi og Strokk sem eru í eigu ríkisins vera helstu söluvöru Geysissvæðisins. Mynd/Vilhelm
Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla harðlega áformum landeigendafélags Geysis að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu á næsta ári.

Samtökin segjast í tilkynningu hafa lýst sig reiðubúin til viðræðna við stjórnvöld um hugmyndir að útfærslu á náttúrupassa sem staðið geti undir viðhaldi og uppbyggingu ferðamannastaða.

Stjórnvöld eru nú með til skoðunar mögulegar útfærslur á slíkum passa og telja samtökin því skjóta skökku við að landeigendur, á einum helsta ferðamannastað landsins, skuli tilkynna gjaldtöku á sama tíma og slík skoðun stendur yfir.

Gera megi ráð fyrir að Geysissvæðið, rétt eins og aðrir ferðamannastaðir, geti sótt fjármagn til uppbyggingar í sjóðinn og því væri það ótækt að ferðamenn þurfi auk náttúrupassans að greiða inn á helstu ferðamannastaði.

Samtökin geta þess að ríkið eigi 35% í Geysissvæðinu og sé ríkið þá komið í tvöfalda innheimtu á þessu svæði. Þá á ríkið hverina Geysi og Strokk sem hljóti að teljast helsta söluvaran.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×