Innlent

Jarðskjálfti fannst víða um land - 4,8 að stærð

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Jarðskjálfti fannst víða á landinu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu var skjálftinn um 4,8 að stærð og átti upptök sín 3 kílómetra autstan af Reykjanestá.
Jarðskjálfti fannst víða á landinu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu var skjálftinn um 4,8 að stærð og átti upptök sín 3 kílómetra autstan af Reykjanestá.
Jarðskjálfti fannst víða á landinu í morgun um klukkan hálf 8. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu var skjálftinn um 4,8 á Richter og átti upptök sín 3 kílómetra autstan af Reykjanestá.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segja skjálftana hafa verið um 80 á svæðinu við Reykjanes en jarðaskjálftar eru algengir þar. Almannavarnir segja að búast megi við áframhaldandi jarðskjálftavirkni á svæðinu.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að gera viðeigandi ráðstafir vegna jarðskjálfta.  Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni eða slysum í jarðskjálfta, bæði á heimilum og vinnustöðum.

Íbúi rétt austan við Hellu hafði samband við fréttastofu og sagðist hafa fundið greinilega fyrir skjálftanum í morgun og flestir íbúar heimilisins hefðu vaknað við skjálftann. Hún sagðist þó ekki kippa sér mikið við þetta enda væru þau orðin öllu vön.



Íbúar í Sandgerði sögðust sömuleiðis hafa fundið mjög vel fyrir skjálftanum.

„Það hristist all hressilega hjá okkur,“ segir Sigurður Gunnarsson, íbúi í Grindavík. „Vonandi er þetta búið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×