Innlent

Í nægu að snúast hjá lögreglunni í dag

Það var í nægu að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Rétt eftir hádegi var tilkynnt um innbrot í íbúðarhúsnæði í Reykjavík.  Húsráðandi kom að manni sem hafði brotist inn og stökkti honum á flótta.

Þá var brotist inn í verslun í Kópavogi í dag. Skömmu síðar barst önnur tilkynning um innbrot í verslun í Kópavogi.

Lögreglan var svo kölluð í Kringluna rétt fyrir klukkan fjögur í dag vegna pilts sem hafði ógnað öryggisvörðum. Pilturinn var æstur og undir miklum áhrifum vímugjafa.  Í fórum hans fundust fíkniefni og ólögleg vopn, en þar á meðal voru hnúajárn. Hann var færður í fangaklefa og verður tekinn í yfirheyrslur þegar rennur af honum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Þá bárust lögreglu tvær tilkynningar um eignaspjöll á húsum og tvær tilkynningar um ökumenn grunaða um vímuefnaakstur. Í öðrum bílnum fundust fíkniefni og kylfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×