Alþjóðlegur dagur missis á meðgöngu: Feður byrgja sorgina frekar inni María Lilja Þrastardóttir skrifar 15. október 2013 18:45 Í dag er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu. Jón Þór Sturluson og eiginkona hans Anna Sigrún Baldvinsdóttir eru á meðal þeirra fjölmörgu foreldra sem gengið hafa í gegnum þá erfiðu reynslu að missa ófætt barn sitt. Sonur þeirra fæddist andvana á 32 annarri viku meðgöngunnar, fyrir tæpum 18 árum síðan. Jón Þór segir karlmenn upplifa fósturlát á annan hátt en konur, en sorg þeirra engu síðri. „Það er náttúrulega gríðarlegur missir fyrir foreldra almennt en vissulega er líkamlega nálgunin önnur. En feður, ekki síður en mæður, byrja að mynda sitt samband við barnið áður en það fæðist. Þú hefur allskonar væntingar, áætlanir og tilhlakkanir um hvernig þetta samband verður á milli þín og barnsins. Svo þegar það er alltíeinu tekið þá er ansi margt sem hverfur,“ segir hann. Jón Þór segir missi feðra bæði raunverulegan og tilfinningalegan. Hann segir stuðning innan heilbrigðiskerfisins mjög góðan báðum kynjum og komið hafi verið fram við þau hjónin sem jafningja hvað þetta varðar. Hinsvegar séu gamlar hefðir ríkjandi í samfélaginu sem geri fólki og þá sér í lagi feðrum erfiðara um vik að ræða slíkan missi. „Versta sem að menn geta gert, og á það þá kannski frekar við um karla, að byrgja hlutina niðri. Það þarf ekki að bera tilfinningar sínar á torg en það er mikilvægt að fela þær ekki fyrir sjálfum sér.“Í tilefni af alþjóðadeginum verður boðið upp á kyrrðarstund í Garðarkirkju á Álftanesi í kvöld klukkan 20:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu. Jón Þór Sturluson og eiginkona hans Anna Sigrún Baldvinsdóttir eru á meðal þeirra fjölmörgu foreldra sem gengið hafa í gegnum þá erfiðu reynslu að missa ófætt barn sitt. Sonur þeirra fæddist andvana á 32 annarri viku meðgöngunnar, fyrir tæpum 18 árum síðan. Jón Þór segir karlmenn upplifa fósturlát á annan hátt en konur, en sorg þeirra engu síðri. „Það er náttúrulega gríðarlegur missir fyrir foreldra almennt en vissulega er líkamlega nálgunin önnur. En feður, ekki síður en mæður, byrja að mynda sitt samband við barnið áður en það fæðist. Þú hefur allskonar væntingar, áætlanir og tilhlakkanir um hvernig þetta samband verður á milli þín og barnsins. Svo þegar það er alltíeinu tekið þá er ansi margt sem hverfur,“ segir hann. Jón Þór segir missi feðra bæði raunverulegan og tilfinningalegan. Hann segir stuðning innan heilbrigðiskerfisins mjög góðan báðum kynjum og komið hafi verið fram við þau hjónin sem jafningja hvað þetta varðar. Hinsvegar séu gamlar hefðir ríkjandi í samfélaginu sem geri fólki og þá sér í lagi feðrum erfiðara um vik að ræða slíkan missi. „Versta sem að menn geta gert, og á það þá kannski frekar við um karla, að byrgja hlutina niðri. Það þarf ekki að bera tilfinningar sínar á torg en það er mikilvægt að fela þær ekki fyrir sjálfum sér.“Í tilefni af alþjóðadeginum verður boðið upp á kyrrðarstund í Garðarkirkju á Álftanesi í kvöld klukkan 20:00
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira