Innlent

Íslendingur pólitískur ráðgjafi norska samgönguráðherrans

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Ketil Solvik Olsen, samgönguráðherra Noregs l.t.v. og Reynir Jóhannesson, l.t.h.
Ketil Solvik Olsen, samgönguráðherra Noregs l.t.v. og Reynir Jóhannesson, l.t.h. Mynd/John Petter Reinertsen
Ungur íslenskur stjórnmálafræðingur, Reynir Jóhannesson, hefur verið ráðinn sem pólitískur ráðgjafi hins nýja norska samgönguráðherra, Ketils Solvik Olsen.

Reynir sem er 28 ára gamall er fæddur og uppalinn á Íslandi þar til hann flutti til Noregs átta ára gamall. Við 18 ára aldur varð hann bæjarstjórnarfulltrúi í Sandefjord fyrir Framfaraflokkinn en flutti síðar aftur heim til Íslands til að læra stjórnmálafræði. Þar kynntist hann konu sinni áður en þau fluttu síðan saman búferlum til Noregs árið 2009.

Reynir hóf störf fyrir Framfaraflokkinn á samskiptasviði og starfaði fyrir hann fram að kosningunum. Þegar að þeim kom segist reynir hafa verið búinn að ákveða að hætta í stjórnmálum og hafið störf í einkageiranum við almannatengsl. Eftir aðeins tveggja vikna störf hafi hann hins vegar fengið símtalið þar sem honum var boðið starfið sem hann gat ekki neitað.

Aðspurður hvaða verkefni séu framundan á dagskrá samgönguráðuneytisins segir Reynir að fyrir liggi að ný ríkisstjórn vilji finna nýjar leiðir til að fjármagna vega- og lestarkerfið. Hann muni funda með ráðherra og öðrum aðstoðarmönnum til að leggja fram hugmyndir og sjá hvað verði hægt að gera. Þá muni ný ríkisstjórn færa hafnarmálefni undir samgönguráðuneytið sem sé spennandi verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×