Tæplega 900 þúsund krónur safnast vegna Gillz-dóms Kristján Hjálmarsson skrifar 3. október 2013 11:16 Um 900 þúsund krónur hafa safnast. Tæplega 900 þúsund krónur hafa safnast til að borga bætur og málskostnað sem Inga Lilja Hafliðadóttir var dæmd til að greiða vegna ummæla sem hún viðhafði um Egil Einarsson. Um 500 þúsund krónur hafa safnast það sem af er degi. Guðný Rós Vilhjálmsdóttir stendur fyrir söfnuninni en hún kærði Egil Einarsson fyrir nauðgun. Mál hennar var síðan látið niður falla. Í bréfi sem Guðný Rós birti á Facebook segist hún vonast til að hægt sé að hjálpa Ingu Lilju að greiða upphæðina. Ummæli sem Inga Lilja viðhafði um Egil á Facebook voru dæmd ómerk og hún dæmd til að greiða Agli 100 þúsund krónur í miskabætur, 30 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og 800 þúsund krónur í málskostnað. Vegna þessa ákvað Guðný Rós að hefja söfnunina. „Ég hef lýst upplifun minni af kynnum mínum af Agli og stend föst við þá lýsingu. Inga Lilja hefur stutt þétt við bakið á mér og hefur nú verið refsað í réttarkerfinu fyrir að leggja trúnað á mína frásögn. Í réttarkerfinu er ekki bara ólýsanlega erfitt fyrir þolendur að ná fram réttlæti heldur er þeim refsað sem sýna þeim stuðning,“ segir Guðný Rós í bréfinu. „Dómsmálið gegn Ingu Lilju er enn ein tilraun Egils til þöggunnar. Með þessu vil ég mótmæla dómnum og hvetja aðra til að sýna Ingu Lilju stuðning. Ég hef látið stofna opinn reikning og öll framlög, stór sem smá eru vel þegin. Þau verða notuð til að greiða málskostnað Ingu Lilju.“ „Nú er klukkan tíu að morgni 3. október, eru rétt liðnir 15 klukkutímar, og þegar hafa safnast 414.000krónur. Við erum orðlausar af þakklæti. Þetta sýnir okkur hvað við getum ef við stöndum saman. Takk, takk, takk. Takk fyrir að standa með okkur og takk fyrir að standa með réttlætinu," segir Guðný Rós í morgun. Fréttin var uppfærð klukkan 15.10. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Tæplega 900 þúsund krónur hafa safnast til að borga bætur og málskostnað sem Inga Lilja Hafliðadóttir var dæmd til að greiða vegna ummæla sem hún viðhafði um Egil Einarsson. Um 500 þúsund krónur hafa safnast það sem af er degi. Guðný Rós Vilhjálmsdóttir stendur fyrir söfnuninni en hún kærði Egil Einarsson fyrir nauðgun. Mál hennar var síðan látið niður falla. Í bréfi sem Guðný Rós birti á Facebook segist hún vonast til að hægt sé að hjálpa Ingu Lilju að greiða upphæðina. Ummæli sem Inga Lilja viðhafði um Egil á Facebook voru dæmd ómerk og hún dæmd til að greiða Agli 100 þúsund krónur í miskabætur, 30 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og 800 þúsund krónur í málskostnað. Vegna þessa ákvað Guðný Rós að hefja söfnunina. „Ég hef lýst upplifun minni af kynnum mínum af Agli og stend föst við þá lýsingu. Inga Lilja hefur stutt þétt við bakið á mér og hefur nú verið refsað í réttarkerfinu fyrir að leggja trúnað á mína frásögn. Í réttarkerfinu er ekki bara ólýsanlega erfitt fyrir þolendur að ná fram réttlæti heldur er þeim refsað sem sýna þeim stuðning,“ segir Guðný Rós í bréfinu. „Dómsmálið gegn Ingu Lilju er enn ein tilraun Egils til þöggunnar. Með þessu vil ég mótmæla dómnum og hvetja aðra til að sýna Ingu Lilju stuðning. Ég hef látið stofna opinn reikning og öll framlög, stór sem smá eru vel þegin. Þau verða notuð til að greiða málskostnað Ingu Lilju.“ „Nú er klukkan tíu að morgni 3. október, eru rétt liðnir 15 klukkutímar, og þegar hafa safnast 414.000krónur. Við erum orðlausar af þakklæti. Þetta sýnir okkur hvað við getum ef við stöndum saman. Takk, takk, takk. Takk fyrir að standa með okkur og takk fyrir að standa með réttlætinu," segir Guðný Rós í morgun. Fréttin var uppfærð klukkan 15.10.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira