Innlent

Hlutfall kvenna innan lögreglunnar eykst um 1%

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Hlutfall kvenna er hæst meðal lögreglufulltrúa (21%) af starfsstigum lögreglunnar.
Hlutfall kvenna er hæst meðal lögreglufulltrúa (21%) af starfsstigum lögreglunnar. Mynd/Valli
Ríkislögreglustjóri hefur birt samtantekt um jafnréttismál lögreglu fyrir árið 2012. Samkvæmt samantektinni er hlutfall kvenna tæp 16% í stjórnun og stefnumótum (yfirstjórn) embættisins. Hæst er hlutfallið hjá embætti Suðurnesja eða tæpur þriðjungur (29%) og næst hæst hjá embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða 25%. Hjá hinum embættunum sem tekin var tölfræði yfir situr engin kona í yfirstjórn embættis.

Árið 2012 var meirihluti lögreglumanna karlar eða um 87%. Á meðal starfandi óbreyttra lögreglumanna eru 86% karlar en 14% konur. Hlutfall kvenna er hæst meðal lögreglufulltrúa (21%) af starfsstigum lögreglunnar.

Þegar tölur árið 2012 eru bornar saman við árið á undan má sjá að hlutfall kvenna innan lögreglunnar hefur aukist. Hlutfallið er tæp 13% árið 2012 en tæp 12% árið 2011. Hlutfallið er hins vegar svipað fyrir árið 2013, samkvæmt bráðabirgðatölum. Þrátt fyrir að hlutfall kvenna meðal nýnema við Lögregluskóla ríkisins hafi aukist jafnt og þétt hefur konum ekki fjölgað svo heiti innan lögreglunnar.

Hér má nálgast samantektina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×