Landbúnaðarstyrkir jukust og eru meðal þeirra mestu í heimi Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. september 2013 19:25 Aðeins fjögur OECD ríki niðurgreiða landbúnaðinn meira með styrkjum en Ísland en 47% af tekjum landbúnaðarins á Íslandi koma með beingreiðslum frá ríkissjóði samkvæmt nýjum tölum OECD. Styrkirnir hækkuðu milli áranna 2011 og 2012. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur birt nýja samantekt yfir tölfræði styrkja í landbúnaði meðal OECD-ríkja. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið) eru styrkir til landbúnaðar sem hlutfall af heildartekjum greinarinnar með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. 47 prósent af heildartekjum landbúnaðarins eru styrkir ríkissjóðs. Og það sem meira er þessir styrkir hækkuðu um tæplega tvö prósentustig milli áranna 2011 og 2012. Aðeins fjögur OECD-ríki styrkja landbúnaðinn meira en við. Þetta eru Japan, Suður-Kórea, Sviss og Noregur, sem trónir á toppnum.Standa vörð um kerfið á kostnað neytenda Samstaða hefur verið meðal allra flokka að standa vörð um þetta kerfi þrátt fyrir að umræðan hafi verið með þessum hætti undanfarin 15 ár eða svo, bæði á vettvangi OECD og hér á landi. Á síðasta ári námu styrkir ríkissjóðs til mjólkur- og sauðfjárframleiðslu 11 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum. Bændur hafa haft sterk pólitísk ítök í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og raunar Vinstri grænum einnig. Í Þessu samhengi má nefna að margsinnis hafa verið gerðar tilraunir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins til að gera kerfisbreytingar í átt til frjálsræðis í landbúnaði en þær hafa alltaf verið kæfðar í fæðingu.„Samfelld sorgarsaga“ Þá tókst síðustu ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ekki að gera neinar kerfisbreytingar á þessari atvinnugrein á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir að annar stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, hafi sótt lítinn hluta kjörfylgis síns til bænda. Í raun voru stofnanir landbúnaðarins þær einu sem var hlíft við niðurskurði í einu erfiðasta niðurskurðartímabili sögunnar eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Daði Már Kristófersson, dósent í hagræði og forseti félagsvísindasviðs HÍ, hefur rannsakað þessa atvinnugrein í mörg ár.Græðir einhver á þessu kerfi? „Nei, raunverulega er það svo skrýtið að neytendur borga auðvitað brúsann. Til lengri tíma litið fellur kostnaður á þá. Maður skyldi ætla að bændur kæmu vel út úr þessu en tilfellið er að rannsóknir gegnum áratugina hafa sýnt að á endanum hækkar þetta hjá þeim kostnaðinn. Það dregur úr aðhaldi í framleiðslu og hefur tilhneigingu til að eigngerast og hækka þannig framleiðslukostnað til lengri tíma. Svo þeir græða heldur ekki. Þetta er einhvern veginn ein samfelld sorgarsaga,“ segir Daði. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Sjá meira
Aðeins fjögur OECD ríki niðurgreiða landbúnaðinn meira með styrkjum en Ísland en 47% af tekjum landbúnaðarins á Íslandi koma með beingreiðslum frá ríkissjóði samkvæmt nýjum tölum OECD. Styrkirnir hækkuðu milli áranna 2011 og 2012. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur birt nýja samantekt yfir tölfræði styrkja í landbúnaði meðal OECD-ríkja. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið) eru styrkir til landbúnaðar sem hlutfall af heildartekjum greinarinnar með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. 47 prósent af heildartekjum landbúnaðarins eru styrkir ríkissjóðs. Og það sem meira er þessir styrkir hækkuðu um tæplega tvö prósentustig milli áranna 2011 og 2012. Aðeins fjögur OECD-ríki styrkja landbúnaðinn meira en við. Þetta eru Japan, Suður-Kórea, Sviss og Noregur, sem trónir á toppnum.Standa vörð um kerfið á kostnað neytenda Samstaða hefur verið meðal allra flokka að standa vörð um þetta kerfi þrátt fyrir að umræðan hafi verið með þessum hætti undanfarin 15 ár eða svo, bæði á vettvangi OECD og hér á landi. Á síðasta ári námu styrkir ríkissjóðs til mjólkur- og sauðfjárframleiðslu 11 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum. Bændur hafa haft sterk pólitísk ítök í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og raunar Vinstri grænum einnig. Í Þessu samhengi má nefna að margsinnis hafa verið gerðar tilraunir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins til að gera kerfisbreytingar í átt til frjálsræðis í landbúnaði en þær hafa alltaf verið kæfðar í fæðingu.„Samfelld sorgarsaga“ Þá tókst síðustu ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ekki að gera neinar kerfisbreytingar á þessari atvinnugrein á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir að annar stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, hafi sótt lítinn hluta kjörfylgis síns til bænda. Í raun voru stofnanir landbúnaðarins þær einu sem var hlíft við niðurskurði í einu erfiðasta niðurskurðartímabili sögunnar eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Daði Már Kristófersson, dósent í hagræði og forseti félagsvísindasviðs HÍ, hefur rannsakað þessa atvinnugrein í mörg ár.Græðir einhver á þessu kerfi? „Nei, raunverulega er það svo skrýtið að neytendur borga auðvitað brúsann. Til lengri tíma litið fellur kostnaður á þá. Maður skyldi ætla að bændur kæmu vel út úr þessu en tilfellið er að rannsóknir gegnum áratugina hafa sýnt að á endanum hækkar þetta hjá þeim kostnaðinn. Það dregur úr aðhaldi í framleiðslu og hefur tilhneigingu til að eigngerast og hækka þannig framleiðslukostnað til lengri tíma. Svo þeir græða heldur ekki. Þetta er einhvern veginn ein samfelld sorgarsaga,“ segir Daði.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent