Gríðarlega sáttur með þá ákvörðun sem ég tók Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. september 2013 14:56 Halli í Botnleðju og Davíð Guðbrandsson fara með aðalhlutverkin í nýrri auglýsingu frá Símanum. Ný auglýsing frá Símanum hefur vakið athygli að undanförnu. Haraldur Freyr Gíslason, eða Halli í Botnleðju eins og hann er betur þekktur, fer með aðalhlutverkið í auglýsingunni. Honum var í kringum aldamót boðið að gerast trommuleikari bresku hljómsveitarinnar Coldplay sem í dag er ein stærsta hljómsveit í heimi. Halli hafnaði tilboði sveitarinnar eins og frægt er orðið. Í auglýsingunni er lagið Þið eruð frábær útsett í nettum Coldplay-stíl ef svo má að orði komast. Meðlimir Botnleðju sáu sjálfir um að endurútsetja lagið sem er mjög ólíkt upprunalegu útgáfunni. Arnar Guðjónsson úr hljómsveitinni Leaves sá um upptöku. Halli segir að það litlar sem engar líkur á því að sveitin leiki lagið í þessari nýju útgáfu á tónleikum í framtíðinni. „Við erum nokkuð sáttir með þessa útgáfu en ég held að það sé nokkuð öruggt að við munum ekki taka lagið í þessari útgáfu á tónleikum,“ segir Halli. „Þetta er auðvitað sönn saga úr mínu lífi og ég er gríðarlega sáttur með þá ákvörðun sem ég tók á sínum tíma. Ég hefði ekki viljað vera í þessari hljómsveit og er mjög sáttur með lífið. Fyrsta platan þeirra var ágæt en það sem hefur fylgt í kjölfarið hefur ekki verið minn tebolli. Þeir sendu mér bréf og buðu mér að spila með sér á tónleikaferðalagi. Ég fékk demó frá þeim sem mér hreif mig alls ekki þannig að ég sagði nei. Ég sé ekki eftir því.“ Davíð Guðbrandsson fer með hlutverk Chris Martin, söngvara Coldplay í auglýsingunni. Halli segir það hafa verið gaman að vinna að gerð auglýsingarinnar. „Hann nær Martin nokkuð vel og það var mjög gaman að vinna með honum.“ Sjá má lagið Þið eruð frábær í heild sinni í myndbandinu hér að neðan. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ný auglýsing frá Símanum hefur vakið athygli að undanförnu. Haraldur Freyr Gíslason, eða Halli í Botnleðju eins og hann er betur þekktur, fer með aðalhlutverkið í auglýsingunni. Honum var í kringum aldamót boðið að gerast trommuleikari bresku hljómsveitarinnar Coldplay sem í dag er ein stærsta hljómsveit í heimi. Halli hafnaði tilboði sveitarinnar eins og frægt er orðið. Í auglýsingunni er lagið Þið eruð frábær útsett í nettum Coldplay-stíl ef svo má að orði komast. Meðlimir Botnleðju sáu sjálfir um að endurútsetja lagið sem er mjög ólíkt upprunalegu útgáfunni. Arnar Guðjónsson úr hljómsveitinni Leaves sá um upptöku. Halli segir að það litlar sem engar líkur á því að sveitin leiki lagið í þessari nýju útgáfu á tónleikum í framtíðinni. „Við erum nokkuð sáttir með þessa útgáfu en ég held að það sé nokkuð öruggt að við munum ekki taka lagið í þessari útgáfu á tónleikum,“ segir Halli. „Þetta er auðvitað sönn saga úr mínu lífi og ég er gríðarlega sáttur með þá ákvörðun sem ég tók á sínum tíma. Ég hefði ekki viljað vera í þessari hljómsveit og er mjög sáttur með lífið. Fyrsta platan þeirra var ágæt en það sem hefur fylgt í kjölfarið hefur ekki verið minn tebolli. Þeir sendu mér bréf og buðu mér að spila með sér á tónleikaferðalagi. Ég fékk demó frá þeim sem mér hreif mig alls ekki þannig að ég sagði nei. Ég sé ekki eftir því.“ Davíð Guðbrandsson fer með hlutverk Chris Martin, söngvara Coldplay í auglýsingunni. Halli segir það hafa verið gaman að vinna að gerð auglýsingarinnar. „Hann nær Martin nokkuð vel og það var mjög gaman að vinna með honum.“ Sjá má lagið Þið eruð frábær í heild sinni í myndbandinu hér að neðan.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira