Innlent

Íslensk kona lést í bílslysi í Noregi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Íslensk kona lést í bílslysi í Noregi á laugardag. Þrjár ellefu ára gamlar stúlkur voru með henni í bílnum og er ein stúlkan alvarlega slösuð á sjúkrahúsi en hinar tvær hafa verið útskrifaðar.  

Samkvæmt norska fréttamiðlinum Fædralandsvennen var konan á leið úr dýragarði í Kristiansand ásamt ellefu ára gamalli dóttur sinni og tveimur vinkonum hennar.

Bifreiðin sem konan ók lenti í árekstri við bifreið sem kom úr gagnstæðri átt í Flekkefjord. Einn maður var í hinni bifreiðinni, 22 ára gamall, og er hann alvarlega slasaður.

Konan var búsett í Noregi.

Fjallað er um slysið á norska fréttamiðlinum Aftenposten




Fleiri fréttir

Sjá meira


×