Brotið á íslenskum börnum á hverjum degi: „Ég fæ daglega mörg símtöl út af þessu" Hrund Þórsdóttir skrifar 23. september 2013 20:30 Vanræksla og ofbeldi í íslenska skólakerfinu hefur verið "tabú“, en er engu að síður til staðar. Dæmi eru um að kennarar beiti nemendur ofbeldi eða leggi þá í einelti án þess að brugðist sé við með fullnægjandi hætti. Enginn heldur utan um tölur um kvartanir nemenda eða forráðamanna gagnvart skólunum og viðbrögð í slíkum málum virðast tilviljunarkennd. Stefán Karl Stefánsson, stofnandi og formaður Regnbogabarna, segir aðferðir kennara og skólastjórnenda stundum mjög vafasamar og engan veginn í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eða barnalög á Íslandi. Hann segir brotið á íslenskum börnum á hverjum degi. „Það er alveg klárt mál. Ég fæ til mín, sérstaklega núna þegar skólarnir eru að byrja, sex til átta símtöl á dag þar sem foreldrar eru að kvarta yfir því að brotið sé á börnunum þeirra.“ Stefán segir börn mállaus þegar brotið sé á þeim í skólakerfinu. „Þau kvarta og segja að þau séu beitt ofbeldi, þau séu lögð í einelti eða að alltaf sé verið að skamma þau en alltof oft eru þau bara sussuð út í horn og sagt að vera ekki með þessi læti. Þau eigi ekki að segja svona ljóta hluti um kennarana sína eða skólann sinn. Við þurfum að laga þetta því ég fæ daglega mörg símtöl út af þessu, því miður.“ Í grunnskólalögum segir: „Starfsfólk grunnskóla skal rækja starf sitt af fagmennsku, alúð og samviskusemi. Það skal gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagnvart börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki.“ Þótt flestir vilji vel eru því miður til dæmi þar sem þessum ákvæðum er ekki fylgt og lítið hefur verið rætt um þetta vandamál. „Þetta er tabú og mjög erfitt að ræða þetta því það er mjög erfitt að standa andspænis skólastjóra eða kennara og segja: Þú ert ekki starfi þínu vaxinn. Það er mjög erfitt en það þarf einhver að gera það, því ef það er ekki gert þá bara heldur þetta áfram,“ segir Stefán.Nánar var fjallað um málið í Íslandi í dag í kvöld, og rætt meðal annars við móður stúlku sem segir kennara sinn hafa lagt sig í einelti í tvö ár. Sjá má þáttinn hér að ofan. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Vanræksla og ofbeldi í íslenska skólakerfinu hefur verið "tabú“, en er engu að síður til staðar. Dæmi eru um að kennarar beiti nemendur ofbeldi eða leggi þá í einelti án þess að brugðist sé við með fullnægjandi hætti. Enginn heldur utan um tölur um kvartanir nemenda eða forráðamanna gagnvart skólunum og viðbrögð í slíkum málum virðast tilviljunarkennd. Stefán Karl Stefánsson, stofnandi og formaður Regnbogabarna, segir aðferðir kennara og skólastjórnenda stundum mjög vafasamar og engan veginn í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eða barnalög á Íslandi. Hann segir brotið á íslenskum börnum á hverjum degi. „Það er alveg klárt mál. Ég fæ til mín, sérstaklega núna þegar skólarnir eru að byrja, sex til átta símtöl á dag þar sem foreldrar eru að kvarta yfir því að brotið sé á börnunum þeirra.“ Stefán segir börn mállaus þegar brotið sé á þeim í skólakerfinu. „Þau kvarta og segja að þau séu beitt ofbeldi, þau séu lögð í einelti eða að alltaf sé verið að skamma þau en alltof oft eru þau bara sussuð út í horn og sagt að vera ekki með þessi læti. Þau eigi ekki að segja svona ljóta hluti um kennarana sína eða skólann sinn. Við þurfum að laga þetta því ég fæ daglega mörg símtöl út af þessu, því miður.“ Í grunnskólalögum segir: „Starfsfólk grunnskóla skal rækja starf sitt af fagmennsku, alúð og samviskusemi. Það skal gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagnvart börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki.“ Þótt flestir vilji vel eru því miður til dæmi þar sem þessum ákvæðum er ekki fylgt og lítið hefur verið rætt um þetta vandamál. „Þetta er tabú og mjög erfitt að ræða þetta því það er mjög erfitt að standa andspænis skólastjóra eða kennara og segja: Þú ert ekki starfi þínu vaxinn. Það er mjög erfitt en það þarf einhver að gera það, því ef það er ekki gert þá bara heldur þetta áfram,“ segir Stefán.Nánar var fjallað um málið í Íslandi í dag í kvöld, og rætt meðal annars við móður stúlku sem segir kennara sinn hafa lagt sig í einelti í tvö ár. Sjá má þáttinn hér að ofan.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira