Leikmaður Fylkis missti stjórn á skapi sínu í viðureign gegn ÍR í 3. flokki Reykjavíkurmótsins í handbolta í gærkvöldi.
Fylkisstúlkur voru í sókn þegar umrætt atvik átti sér stað. Leikmaður Fylkis ýtti þá kollega sínum í ÍR-liðinu í gólfið og lét höggin dynja á leikmanninum. Fékk hún að líta rautt spjald hjá dómurum leiksins.
Stöðva þurfti leikinn um tíma vegna atviksins og íhuguðu þjálfarar ÍR-inga að hætta leik. Leiknum var þó framhaldið og lauk með sigri Fylkis 26-16.
Málið er viðkvæmt enda stúlkan sem ráðist var á undir lögaldri.
Foreldri stelpunnar sem varð fyrir árásinni setti sig í samband við lögreglu. Fulltrúar lögreglu mættu á svæðið og ræddu við nærstadda í leikslok. Ekki liggur fyrir hvor lögð verði fram kæra vegna líkamsárásar.
Stelpurnar eiga samkvæmt heimildum Vísis að hafa rætt saman í síma í gærkvöldi og leikmaður Fylkis beðist afsökunar. Þjálfarar ÍR og Fylkis vildu ekki láta hafa neitt eftir sér vegna málsins.
Róbert Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, staðfesti að kallað yrði eftir skýrslu dómara vegna leiksins. Málið færi inn á borð aganefndar sambandsins líkt og önnur agamál. Næsti fundur aganefndar HSÍ verður á þriðjudaginn.
Lögregla kölluð til á yngri flokka leik í Árbænum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn

Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn
