Björn Zoëga hættir sem forstjóri Landspítalans Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. september 2013 13:21 Björn Zoëga hefur sagt upp starfi sínu sem forstjóri Landspítalans. Björn Zoëga hefur ákveðið að segja upp störfum sem forstjóri Landspítalans. Björn tilkynnti Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra ákvörðun sína fyrir stundu.Á heimasíðu Landspítalans greinir Björn sjálfur frá uppsögn sinni og þakkar hann starfsfólki sínu fyrir samstarfið. Hann segir að fyrir þessari ákvörðun liggi ýmsar ástæður og ættu sumar þeirra ekki a koma á óvart miðað við það sem hann hefur sagt og skrifað á undanförnum misserum. „Ég hef ítrekað bent stjórnvöldum á að lengra verði ekki gengið í niðurskurðaraðgerðum á Landspítala og að slíkt myndi leiða okkur í ógöngur. Ég hef lagt áherslu á þá grundvallarskoðun mína að enduruppbyggingartíminn sé núna, óbreytt ástand er ekki valmöguleiki. Með því á ég ekki einungis við að auka þurfi rekstrarfé spítalans heldur er umgjörð framtíðarstarfsemi hans einnig undir. Nýr Landspítali er m.a. forsenda þess að hér verði unnt að reka nútíma sjúkrahúsþjónustu sem laðar að hæft starfsfólk og veita góða þjónustu,“ segir Björn í tilkynningu sinni til starfsmanna Landspítalans. Landspítalinn hefur verið talsvert í umræðunni á síðastliðnum árum vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Ítrekað hefur verið bent á bága fjárhagsstöðu spítalans og á sama tíma hefur hann mátt þola niðurskurð. Björn tók við stöðu forstjóra Landspítalans árið 2010 en var ráðinn til starfa á spítalanum árið 2009 þegar hann var ráðinn framkvæmdastjóri lækninga.Tilkynning Björns Zoëga til starfsmanna LandsspítalansÉg hef ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Landspítala. Ég hef tilkynnt heilbrigðisráðherra þessa ákvörðun mína og afhenti uppsagnarbréfið nú fyrir stundu.Fyrir þessari ákvörðun liggja ýmsar ástæður og ættu í það minnsta sumar þeirra ekki að koma á óvart í ljósi þess sem ég hef sagt og skrifað á undanförnum misserum.Við höfum á þessum sex árum sem ég hef verið framkvæmdastjóri lækninga og síðar forstjóri gengið í gegnum miklar breytingar á rekstrarumhverfi spítalans. Á sama tíma hefur tekist að mæta kröfum um mikinn niðurskurð en við höfum engu að síður náð að viðhalda viðunandi þjónustustigi og árangri. Öll gögn sem fyrir liggja staðfesta þennan eftirtektaverða árangur og er fyrst og síðast staðfesting á þeirri elju og fagmennsku sem einkennir starfið á spítala allra landsmanna.Ég hef ítrekað bent stjórnvöldum á að lengra verði ekki gengið í niðurskurðaraðgerðum á Landspítala og að slíkt myndi leiða okkur í ógöngur. Ég hef lagt áherslu á þá grundvallarskoðun mína að enduruppbyggingartíminn sé núna, óbreytt ástand er ekki valmöguleiki. Með því á ég ekki einungis við að auka þurfi rekstrarfé spítalans heldur er umgjörð framtíðarstarfsemi hans einnig undir. Nýr Landspítali er m.a. forsenda þess að hér verði unnt að reka nútíma sjúkrahúsþjónustu sem laðar að hæft starfsfólk og veita góða þjónustu.Ég vil þakka ykkur öllum fyrir samstarfið í tíð minni sem forstjóri spítalans. Það hefur verið ómetanlegt að starfa í þessu frjóa umhverfi og ég hef sérstaklega kunnað að meta þá aðstoð, ábendingar og uppbyggilegu gagnrýni sem ég hef fengið.Mér er ljóst að hvað Landspítalann varðar er nauðsynleg uppbygging ekki í augsýn. Meðal annars þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að standa upp frá góðu verki. Ég er stoltur yfir árangri spítalans og starfsfólks hans en kýs nú að takast á við nýjar áskoranir. Nýr stjórnandi fær nú tækifæri til að leiða spítalann og það frábæra starf sem hér er unnið.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar mun Björn skýra frá ákvörðun sinni og hvers vegna hann lætur af störfum. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Björn Zoëga hefur ákveðið að segja upp störfum sem forstjóri Landspítalans. Björn tilkynnti Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra ákvörðun sína fyrir stundu.Á heimasíðu Landspítalans greinir Björn sjálfur frá uppsögn sinni og þakkar hann starfsfólki sínu fyrir samstarfið. Hann segir að fyrir þessari ákvörðun liggi ýmsar ástæður og ættu sumar þeirra ekki a koma á óvart miðað við það sem hann hefur sagt og skrifað á undanförnum misserum. „Ég hef ítrekað bent stjórnvöldum á að lengra verði ekki gengið í niðurskurðaraðgerðum á Landspítala og að slíkt myndi leiða okkur í ógöngur. Ég hef lagt áherslu á þá grundvallarskoðun mína að enduruppbyggingartíminn sé núna, óbreytt ástand er ekki valmöguleiki. Með því á ég ekki einungis við að auka þurfi rekstrarfé spítalans heldur er umgjörð framtíðarstarfsemi hans einnig undir. Nýr Landspítali er m.a. forsenda þess að hér verði unnt að reka nútíma sjúkrahúsþjónustu sem laðar að hæft starfsfólk og veita góða þjónustu,“ segir Björn í tilkynningu sinni til starfsmanna Landspítalans. Landspítalinn hefur verið talsvert í umræðunni á síðastliðnum árum vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Ítrekað hefur verið bent á bága fjárhagsstöðu spítalans og á sama tíma hefur hann mátt þola niðurskurð. Björn tók við stöðu forstjóra Landspítalans árið 2010 en var ráðinn til starfa á spítalanum árið 2009 þegar hann var ráðinn framkvæmdastjóri lækninga.Tilkynning Björns Zoëga til starfsmanna LandsspítalansÉg hef ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Landspítala. Ég hef tilkynnt heilbrigðisráðherra þessa ákvörðun mína og afhenti uppsagnarbréfið nú fyrir stundu.Fyrir þessari ákvörðun liggja ýmsar ástæður og ættu í það minnsta sumar þeirra ekki að koma á óvart í ljósi þess sem ég hef sagt og skrifað á undanförnum misserum.Við höfum á þessum sex árum sem ég hef verið framkvæmdastjóri lækninga og síðar forstjóri gengið í gegnum miklar breytingar á rekstrarumhverfi spítalans. Á sama tíma hefur tekist að mæta kröfum um mikinn niðurskurð en við höfum engu að síður náð að viðhalda viðunandi þjónustustigi og árangri. Öll gögn sem fyrir liggja staðfesta þennan eftirtektaverða árangur og er fyrst og síðast staðfesting á þeirri elju og fagmennsku sem einkennir starfið á spítala allra landsmanna.Ég hef ítrekað bent stjórnvöldum á að lengra verði ekki gengið í niðurskurðaraðgerðum á Landspítala og að slíkt myndi leiða okkur í ógöngur. Ég hef lagt áherslu á þá grundvallarskoðun mína að enduruppbyggingartíminn sé núna, óbreytt ástand er ekki valmöguleiki. Með því á ég ekki einungis við að auka þurfi rekstrarfé spítalans heldur er umgjörð framtíðarstarfsemi hans einnig undir. Nýr Landspítali er m.a. forsenda þess að hér verði unnt að reka nútíma sjúkrahúsþjónustu sem laðar að hæft starfsfólk og veita góða þjónustu.Ég vil þakka ykkur öllum fyrir samstarfið í tíð minni sem forstjóri spítalans. Það hefur verið ómetanlegt að starfa í þessu frjóa umhverfi og ég hef sérstaklega kunnað að meta þá aðstoð, ábendingar og uppbyggilegu gagnrýni sem ég hef fengið.Mér er ljóst að hvað Landspítalann varðar er nauðsynleg uppbygging ekki í augsýn. Meðal annars þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að standa upp frá góðu verki. Ég er stoltur yfir árangri spítalans og starfsfólks hans en kýs nú að takast á við nýjar áskoranir. Nýr stjórnandi fær nú tækifæri til að leiða spítalann og það frábæra starf sem hér er unnið.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar mun Björn skýra frá ákvörðun sinni og hvers vegna hann lætur af störfum.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira