Innlent

Eðlilegt að endurskoða eftirlitsstofnanir

Höskuldur Kári Schram skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, telur eðlilegt að endurskoða umsvif eftirlitsstofnana hér á landi. Þetta sagði Bjarni á Alþingi í dag. Hann sagði hins vegar af og frá að það standi til að kippa stoðunum undan rekstri þeirra.

Bjarni sagði að margar stofnanir hafi fengið tímabundið fjárframlag til að taka á hruninu. Nú sé hins vegar árið 2013 og því sé eðlilegt að endurskoða umsvif þessara stofnana. Bjarni sagði ennfremur að það muni hafa lítil áhrif á afkomu ríkissjóðs þó dregið verði úr umsvifum þeirra enda sé þær að mörgu leyti fjármagnaðar með sérstökum gjöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×