Innlent

Leikstjórinn landsliðsmaður - "Líklega einsdæmi í heiminum“

Boði Logason skrifar
Hannes starfar einnig sem leikstjóri, hér sést hann halda á myndavélinni.
Hannes starfar einnig sem leikstjóri, hér sést hann halda á myndavélinni. Mynd/HÞH
„Við erum mjög stolt af þessari auglýsingu, og Hannesi. Það er líklega einsdæmi í heiminum að landsliðsmaður leikstýri auglýsingu þar sem landsliðsmenn leika aðalhlutverkið,“ segir Helgi Magnússon, yfirmaður auglýsinga hjá framleiðslufyrirtækinu Saga Film.

Ný auglýsing Icelandair hefur vakið mikla athygli síðustu daga, en þar er slegist í för með íslensku landsliðsmönnum á leikvellinum - bæði hjá kvenna- og karlalandsliðinu. Leikstjóri auglýsingarinnar er Hannes Þór Halldórsson, en svo skemmtilega vill til að hann er einmitt markvörður landsliðsins í knattspyrnu.

„Það var mikil vinna lögð í þessa auglýsingu og það voru allir í kringum landsliðið tilbúnir að aðstoða okkur og auðvelda okkur verkið,“ segir Helgi.

Í auglýsingunni sést hvernig stúkurnar tvær á Laugardalsvellinum eru smekkfullar, og einhverjir hafa velt vöngum yfir því hvernig tökur fóru fram.

Helgi segir að skotin af áhorfendum hafi verið tekin upp á leik Íslands og Slóveníu en fótboltaleikurinn sjálfur hafi verið sviðsettur. „Svo var þetta sett saman í eftirvinnslunni hjá okkur" segir hann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×