Innlent

Börn með offitu greinast með alkalifur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Talið er að eitt af hverjum tíu börnum í Bandaríkjunum sé með lifrasjúkdóm sem er aðallega að finna hjá alkahólistum, svokallaða alkalifur. Um er að ræða börn sem glíma við offitu og áætlað að um sjö milljónir barna í Bandaríkjunum beri einkenni lifrasjúkdómsins. Wall Street Journal greinir frá þessu.

Um 40% þeirra barna sem hafa þennan lifrasjúkdóm glíma við offitu. Sjúkdómurinn er orðinn það útbreiddur í Bandaríkjunum að hann hefur fengið nafnið „Fatty liver disease“ eða „Fitu lifrasjúkdómurinn“ í lauslegri þýðingu. Það eru þó ekki bara börn með offitu sem glíma við þennan sjúkdóm því mikil aukning hefur verið meðal barna í kjörþyngd sem þykir mikið áhyggjuefni. Slæmu fæði og lítilli hreyfingu er helst um að kenna.

Mikil hætta er á að offeit börn þrói með sér lifrasjúkdóminn NASH en þá bólgnar lifrin út og frumur verða fyrir skaða. Í kjölfarið getur sjúklingur greinst með skorpulifur sem í flestum tilfellum verður til þess að lifrin hættir að starfa. 10% þeirra sem eru með einkenni fitugrar lifur þróast yfir í að fá NASH lifrasjúkdóminn. Hægt er að læknast af fullu af fituga lifrasjúkdómnum en þegar sjúkdómurinn hefur þróast út í skropulifur verður nauðsynlegt að fá nýja lifur. Þessi sjúkdómur getur því dregið marga til dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×