Innlent

Bátur strandaði á sandrifi út af ósum Hörgár

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Björgunarbátar náðu að losa bátinn af sandrifinu þar sem hann sat fastur og drógu hann þaðan til Hjalteyrar.
Björgunarbátar náðu að losa bátinn af sandrifinu þar sem hann sat fastur og drógu hann þaðan til Hjalteyrar.
Björgunarsveitir frá Akureyri og Dalvík voru kallaðar út  á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar tilkynning barst um að bátur væri strandaður á Gáseyri, rétt út af ósum Hörgár, en fjórir menn voru um borð.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg var fyrst um sinn ekki talið að mikil hætta væri á ferðum þar sem veður var þokkalegt og var ætlunin að sækja tvo af þeim sem voru um borð þar sem þeir voru ekki í flotgöllum. Skömmu síðar var svo forgangur útkalls hækkaður þar sem öldugangur á staðnum hafði aukist og mótor bátsins hafði fallið af.

Björgunarbátar náðu að losa bátinn af sandrifinu þar sem hann sat fastur og drógu hann þaðan til Hjalteyrar. Mennina fjóra sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×