Innlent

Fólk hvatt til að segja frá leynistöðum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Fólk er hvatt til að segja frá leyndarmálum og leynistöðum í myndbandinu „Leyndarmálalandið Ísland“, sem byggir á grunni vörumerkisins Inspired by Iceland. Verkefnið er vetrarmarkaðsherferð fyrir Ísland allt árið.

Markmiðið er að auka áherslu á vetrarferðaþjónustu. Verkefnið var kynnt á blaðamannafundi í dag og segir Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, að mikilvægt sé að leggja áherslu á að dreifa ferðaþjónustu jafnt yfir árið til að skapa atvinnutækifæri og tekjur fyrir þjóðina.

Aukinn ferðamannastraumur hefur ekki farið framhjá neinum, en veturinn 2012-2013 heimsóttu 71% fleiri ferðamenn landið heldur en 2009 - 2010. Árið 2013 stefnir óðfluga í að verða stærsta ferðamanna árið frá upphafi.

Share your Iceland Secret! from Inspired By Iceland on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×