Innlent

Bíll brann til kaldra kola í Árbæ

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Talsverðan reyk lagði yfir Árbæ í morgun eftir að eldur kom upp í bíl.
Talsverðan reyk lagði yfir Árbæ í morgun eftir að eldur kom upp í bíl.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á ellefta tímanum í morgun vegna bruna í bíl í Árbæ. Eldsupptök eru ókunn. Ökumaður hafði ekið bílnumi nokkur hundruð metra þegar hann fann brunalykt og ákvað að stöðva bílinn. Um leið og bíllinn stöðvaðist þá gaus upp mikill eldur og breiddist eldurinn hratt út.

Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús til vegna reykeitrunar. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þá gekk slökkvistarf greiðlega og ekki mikil hætta á ferðum. Bíllinn er gjörónýttur eftir brunann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×