Innlent

Þinghald í máli Sigurðar verður opið

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði morgun körfu verjanda Sigurðs Kárasonar um að þinghald í réttarhöldum yfir honum yrði lokað. Sigurður hefur verið ákærður fyrir svíkja út á annan tug milljóna af 16 einstaklingum á nokkurra ára tímabili.

Björn Ólafur Hallgrímsson, verjandi Sigurðar, staðfesti í samtali við Vísi að hann hefði lagt fram kröfu um að þinghaldið yrði lokað til að hlífa afkomendum Sigurðar. Saksóknari mælti gegn rökum verjanda Sigurðar og sagði engin rök fyrir því að þinghaldið yrði lokað.

Ekki er ljóst hvenær aðalmeðferð í málinu mun fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×