Innlent

Stofnandi Dolby Digital látinn

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ray Dolby var frumkvöðll á sínu sviði.
Ray Dolby var frumkvöðll á sínu sviði. Mynd/Getty Images
Ray Dolby, bandarískur frumkvöðull á sviði hljóðflutningskerfa, er látinn 80 ára að aldri. Hann er helst þekktur fyrir að hafa stofnað fyrirtækið Dolby Digital árið 1965 sem olli straumhvörfum á sviði hjóðvinnslu á sínum tíma. Dolby Digital fyrirtækið tók meðal annars þátt í að skapa nýja vídd í hljóðflutningi í kvikmyndahúsum.

Dolby greindist með Alzheimer-sjúkdóminn fyrir nokkrum árum og fyrir skömmu greindist hann einnig með hvítblæði. Hann lést á heimili sínu í San Fransisco.

Dolby fékk fjölda verðlauna á ferli sínum. Hann hlaut m.a. tvisvar Óskarsverðlaun, fjölda Emmy-verðlauna og einnig Grammy-verðlaun. „Þó hann væri menntaður sem verkfræðingur þá urðu afrek hans til vegna ástar á tónlist og listum,“ sagði Tom Dolby, sonur Ray Dolby.

Í kjölfa frétta um andlát Dolby hafa margir kollegar hans í hljóðiðnaðnum sent frá sér tilkynningu þar sem þeir minnast þessa mikla frumkvöðls. Hér að neðan má sjá myndband sem Dolby Studios gerði til minningar um Ray Dolby.

Remembering Ray Dolby from Dolby Laboratories on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×