Innlent

Fékk sér flúr fyrir frétt

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Húðflúrsráðstefnan Icelandic Tattoo Expo hófst í dag í Súlnasal Radisson Hótel Sögu og stendur fram á sunnudag. Fréttakonan María Lilja Þrastardóttir heimsótti hátíðina í dag, og gerði hún sér lítið fyrir og lét húðflúra sig. Hún bar sig vel í stólnum og sjá má afraksturinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

María Lilja fékk sér Kríu, en Kría er nafn dóttur hennar. mynd/Vilhelm Gunnarsson
Tugir erlendra húðflúrmeistara eru staddir á ráðstefnunni. Þar gefst þátttakendum kostur á að skoða og fræðast um margar hliðar húðflúrlistarinnar en einnig er í boði að láta flúra sig hjá einhverjum meistaranna. María Lilja Þrastardóttir fór á ráðstefnuna og skellti sér í stólinn.

mynd/Vilhelm Gunnarsson
Ráðstefnan, sem nú er haldin í annað sinn er öll sú veglegasta. Þar kennir ýmissa grasa og fjölbreitileikinn í fyrirrúmi. Hægt er að nálgast passa á staðnum og gildir sá inn á viðburði helgarinnar, sem eru fjölmargir og einnig, fyrir þá sem hafa áhuga, í húðflúr.





María Lilja var í örugguma höndum Fjölnis Geirs Bragasonar. mynd/Vilhelm Gunnarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×