Innlent

Um 72 prósent vilja flugvöllinn í Vatnsmýri

Boði Logason skrifar
Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri
Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri Mynd/Pjetur
Um 72 prósent svarenda í nýrri könnun Maskínu segjast vera mjög eða fremur hlynntir því að framtíðarstaðsetning flugvallarsins í Reykjavík verði í Vatnsmýrinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenska rannsóknarfyrirtækinu Maskínu.

Þar segir að konur séu fremur hlynntari því en karlar að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni. „Íbúar á landsbyggðinni eru hlynntari því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni heldur en íbúar af höfuðborgarsvæðinu. Þá eru þeir sem hafa lokið háskólaprófi andvígari því að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni heldur en þeir sem hafa lokið styttra námi."

Svarendur koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er panelhópur fólks úr Þjóðskrá sem svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar af landinu og á aldrinum 18 til 75 ára. Alls svöruðu 847 manns og var svarhlutfall tæplega 60 prósent af upphaflegu úrtaki.

Nánar á vefsíðu Maskínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×