Innlent

Sá sel í Nauthólsvíkinni

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Selurinn hafði komið sér fyrir á steini og beið Lísbetar þegar hún snéri aftur með myndavélina.
Selurinn hafði komið sér fyrir á steini og beið Lísbetar þegar hún snéri aftur með myndavélina. Lísbet Grímsdóttir
„Ég geng þarna um daglega en hef aldrei fyrr séð sel á þessu svæði," segir Lísbet Grímsdóttir, en hún kom auga á sel í sjónum við Nauthólsvíkina á göngutúr sínum í morgun.

Lísbet, sem býr í Kópavoginum, gekk langleiðina út á Ægissíðu og tók eftir einhverju óvenjulegu í sjónum á heimleiðinni. „Mér fannst þetta fyrst vera nokkuð stór fugl svo ég greikkaði sporið. Þegar ég var komin Kópavogsmegin við víkina sá ég að þetta var selur."

Hún segir selinn hafa synt með sér töluverðan spotta. „Hann kom sér loks fyrir upp á steini. Þá ákvað ég að taka upp símann og gera tilraun til þess að taka mynd en eyddi óvart öllum öðrum myndum af símanum. Þá hljóp ég heim til mín og sótti betri myndavél. Selurinn var þarna sem betur fer ennþá," segir Lísbet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×