Innlent

Hætta að markaðssetja leikföng eftir kynjum

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Frá einni af fjölmörgum verslunum Toys "R" Us.
Frá einni af fjölmörgum verslunum Toys "R" Us. MYND/AP
Leikfangavöruverslanir Toys "R" Us í Bretlandi hafa ákveðið að hætta að markaðssetja leikföng eftir kynjum. Framvegis verða auglýsingar fyrirtækisins þannig að bæði stúlkur og strákar leika með sömu leikföngin.

Þessi breyting kemur í kjölfar herferðar sem kallast "Let Toys Be Toys", en markmið hennar var að fá söluaðila til þess að hætta að hafa áhrif á ímyndurafl og áhuga barna með því að auglýsa leikföngin einungis handa stúlkum eða strákum.



Matvöruverslanirnar Tesco og Sainsbury's, lyfjaverslunin Boots, leikfangavöruverslunin The Entertainer og fataverslunin TJ Maxx hafa einnig tekið í sama streng og ætla framvegis að fjarlægja skilti sem greina að stelpu- og strákadeildir verslananna. Hið sama gerðu verslanir Harrodds og Hamleys í fyrra.



Toys "R" Us rekur þrjár verslanir hér á landi, á Smáratorgi, Korputorgi og á Glerártorgi á Akureyri. Ekki er vitað hvort að málum verði eins háttað hér á landi en ekki náðist í danska rekstrarstjóra verslananna við vinnslu fréttarinnar.

Nánar má lesa um málið á vef Huffington Post.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×