Innlent

Gísli Marteinn hlakkar til að sjá Maður að mínu skapi

Jakob Bjarnar skrifar
Meira en lítil líkindi þykja með aðalpersónu verksins og Hannesi Hólmsteini.
Meira en lítil líkindi þykja með aðalpersónu verksins og Hannesi Hólmsteini. Þjóðleikhúsið
Nýtt verk eftir Braga Ólafsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar, Maður að mínu skapi, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um helgina. Fáir velkjast í vafa um að þar fær hópur innan Sjálfstæðisflokksins á baukinn.

Aðalpersónan Guðgeir Vagn (Eggert Þorleifsson) þykir minna meira en lítið á Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor, og staðhæfir Símon Birgisson það í leikdómi í DV í dag; "... er skopmynd af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, einum nánasta ráðgjafa Davíðs Oddssonar fyrrverandi forsætisráðherra og oft nefndur einn af hugmyndafræðingum hinnar (sér)íslensku nýfrjálshyggju. Líkt og Hannes þá hefur Guðgeir í smíði bók, samansafn af fleygum setningum og tilvitnunum (bók Hannesar kom út árið 2010 og kallaðist Kjarni málsins)."

Gísli Marteinn. Bragi er einn af hans uppáhalds.Valli
Guðgeir er sakaður um ritstuld en svarar því til að hann steli ekki bókum heldur setji bara nafn sitt á þær. "Gefið er í skyn að bæði Guðgeir og Klemens séu skápahommar," en sér til aðstoðar hefur Guðgeir nemanda við HÍ sem á í mesta basli við að ljúka lokaritgerðinni, "lítur barnalega út og til að áhorfendur næðu örugglega tilvísuninni mætti hann með reiðhjólahjálm í síðustu senu fyrir hlé," skrifar Símon.



Gísli Marteinn Baldursson sagðist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um hvort þarna hafi verið farið yfir einhverjar línur sem viðeigandi mega heita þar sem hann hefði ekki séð sýninguna. "En, ég hef ekki trú á öðru en þetta sé alveg frábært. Þetta er Bragi Ólafsson og ég hlakka til að sjá þetta," segir Gísli Marteinn sem telur Braga til sinna eftirlætis höfunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×