Innlent

Búast við frekari sameiningu sparisjóða

Höskuldur Kári Schram skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Búast má við frekari sameiningu sparisjóða á næstu misserum að mati Bankasýslu ríkisins. Þetta kemur fram í skriflegu svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Í svari ráðherra kemur fram að vinna að sameiningu sparisjóða sé liður í áformum Bankasýslunnar að auka arðsemi sjóðanna, styrkja samkeppni á markaði og um leið áfangi í því að losa um eignarhlut ríkisins í sjóðunum. Vísað er til þess að stofnfjárhafar í Sparisjóði Svarfdæla og Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis hafi samþykkt samruna sjóðanna á stofnfjáreigendafundi í júlí. Frekari sameininga megi svo vænta á næstu misserum að mati Bankasýslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×