Sjálfstæðismenn ósáttir við leiðtogakjör Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. september 2013 07:00 Áslaug Friðriksdóttir segir mikla óánægju vera meðal Sjálfstæðismanna sem hún hefur rætt við vegna hugsanlegs leiðtogakjörs. mynd/365 Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur boðað til félagsfundar á fimmtudaginn næstkomandi. Á fundinum á að leggja fram tillögu stjórnar Varðar um fyrirkomulag vegna vals fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014. Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að allt bendi til þess að á fundinum verði borin upp sú tillaga að fyrir næstu borgarstjórnarkosningar fari fram leiðtogaprófkjör. Hún segir að það hafi jafnframt heyrst að tillagan verði sú að það eigi að leyfa mjög litlum hluta sjálfstæðismanna að taka þátt í kjörinu. Aðeins þeim sem eru í fulltrúaráðinu muni gefast þess kostur, í ráðinu séu eitthvað um þúsund manns. Það séu mikið færri en hingað til hafi tekið þátt i prófkjöri flokksins. „Þúsundir manna eru á kjörskrá í Reykjavík og allt upp í tíu þúsund manns hafa verið að taka þátt í prófakjöri undanfarin ár. Það er skrítið ef tillagan verður sú að það eigi aðeins að leyfa mjög litlum hluta að kjósa,“ segir Áslaug.Undarlega að málum staðið Áslaug segir mjög undarlega að málum staðið. Það hafi alls ekki verið skýrt hvernig eigi að standa að þessu máli og það hafi ekkert komið fram um það hvernig ætti að kjósa í önnur sæti en leiðtogasætið. En það mun vera ljóst að fullt af fólki mun bjóða sig fram í leiðtogasætið en líka í önnur sæti. Mjög sé óljóst hvernig eigi að raða í sætin. „Þetta er ekki að fara fram fyrir opnum tjöldum hvernig á að standa að þessu máli og ég sé ekki tilganginn í því að leggja þetta fram á fundi, áður en fólk fær nokkurt ráð til þess að kynna sér málið,“ segir Áslaug. „Það er mjög óvenjulegt að svona stór flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er, ætli að fara að gera æfingar með þessum hætti og gefa mönnum ekki meiri tíma til þess að ræða aðferðirnar,“ segir hún. Áslaug segir mjög mikla óánægju vera meðal sjálfstæðismanna sem hún hefur rætt við. Ekki bara í borginni heldur almennt meðal flokksmanna. Hún bendir á að Vörður hafi gert könnun meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir um tveimur árum síðan. Þar hafi komið skýrt fram að flokksmenn teldu prófkjör vera bestu leiðina. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur boðað til félagsfundar á fimmtudaginn næstkomandi. Á fundinum á að leggja fram tillögu stjórnar Varðar um fyrirkomulag vegna vals fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014. Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að allt bendi til þess að á fundinum verði borin upp sú tillaga að fyrir næstu borgarstjórnarkosningar fari fram leiðtogaprófkjör. Hún segir að það hafi jafnframt heyrst að tillagan verði sú að það eigi að leyfa mjög litlum hluta sjálfstæðismanna að taka þátt í kjörinu. Aðeins þeim sem eru í fulltrúaráðinu muni gefast þess kostur, í ráðinu séu eitthvað um þúsund manns. Það séu mikið færri en hingað til hafi tekið þátt i prófkjöri flokksins. „Þúsundir manna eru á kjörskrá í Reykjavík og allt upp í tíu þúsund manns hafa verið að taka þátt í prófakjöri undanfarin ár. Það er skrítið ef tillagan verður sú að það eigi aðeins að leyfa mjög litlum hluta að kjósa,“ segir Áslaug.Undarlega að málum staðið Áslaug segir mjög undarlega að málum staðið. Það hafi alls ekki verið skýrt hvernig eigi að standa að þessu máli og það hafi ekkert komið fram um það hvernig ætti að kjósa í önnur sæti en leiðtogasætið. En það mun vera ljóst að fullt af fólki mun bjóða sig fram í leiðtogasætið en líka í önnur sæti. Mjög sé óljóst hvernig eigi að raða í sætin. „Þetta er ekki að fara fram fyrir opnum tjöldum hvernig á að standa að þessu máli og ég sé ekki tilganginn í því að leggja þetta fram á fundi, áður en fólk fær nokkurt ráð til þess að kynna sér málið,“ segir Áslaug. „Það er mjög óvenjulegt að svona stór flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er, ætli að fara að gera æfingar með þessum hætti og gefa mönnum ekki meiri tíma til þess að ræða aðferðirnar,“ segir hún. Áslaug segir mjög mikla óánægju vera meðal sjálfstæðismanna sem hún hefur rætt við. Ekki bara í borginni heldur almennt meðal flokksmanna. Hún bendir á að Vörður hafi gert könnun meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir um tveimur árum síðan. Þar hafi komið skýrt fram að flokksmenn teldu prófkjör vera bestu leiðina.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira