Sjálfstæðismenn ósáttir við leiðtogakjör Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. september 2013 07:00 Áslaug Friðriksdóttir segir mikla óánægju vera meðal Sjálfstæðismanna sem hún hefur rætt við vegna hugsanlegs leiðtogakjörs. mynd/365 Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur boðað til félagsfundar á fimmtudaginn næstkomandi. Á fundinum á að leggja fram tillögu stjórnar Varðar um fyrirkomulag vegna vals fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014. Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að allt bendi til þess að á fundinum verði borin upp sú tillaga að fyrir næstu borgarstjórnarkosningar fari fram leiðtogaprófkjör. Hún segir að það hafi jafnframt heyrst að tillagan verði sú að það eigi að leyfa mjög litlum hluta sjálfstæðismanna að taka þátt í kjörinu. Aðeins þeim sem eru í fulltrúaráðinu muni gefast þess kostur, í ráðinu séu eitthvað um þúsund manns. Það séu mikið færri en hingað til hafi tekið þátt i prófkjöri flokksins. „Þúsundir manna eru á kjörskrá í Reykjavík og allt upp í tíu þúsund manns hafa verið að taka þátt í prófakjöri undanfarin ár. Það er skrítið ef tillagan verður sú að það eigi aðeins að leyfa mjög litlum hluta að kjósa,“ segir Áslaug.Undarlega að málum staðið Áslaug segir mjög undarlega að málum staðið. Það hafi alls ekki verið skýrt hvernig eigi að standa að þessu máli og það hafi ekkert komið fram um það hvernig ætti að kjósa í önnur sæti en leiðtogasætið. En það mun vera ljóst að fullt af fólki mun bjóða sig fram í leiðtogasætið en líka í önnur sæti. Mjög sé óljóst hvernig eigi að raða í sætin. „Þetta er ekki að fara fram fyrir opnum tjöldum hvernig á að standa að þessu máli og ég sé ekki tilganginn í því að leggja þetta fram á fundi, áður en fólk fær nokkurt ráð til þess að kynna sér málið,“ segir Áslaug. „Það er mjög óvenjulegt að svona stór flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er, ætli að fara að gera æfingar með þessum hætti og gefa mönnum ekki meiri tíma til þess að ræða aðferðirnar,“ segir hún. Áslaug segir mjög mikla óánægju vera meðal sjálfstæðismanna sem hún hefur rætt við. Ekki bara í borginni heldur almennt meðal flokksmanna. Hún bendir á að Vörður hafi gert könnun meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir um tveimur árum síðan. Þar hafi komið skýrt fram að flokksmenn teldu prófkjör vera bestu leiðina. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur boðað til félagsfundar á fimmtudaginn næstkomandi. Á fundinum á að leggja fram tillögu stjórnar Varðar um fyrirkomulag vegna vals fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014. Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að allt bendi til þess að á fundinum verði borin upp sú tillaga að fyrir næstu borgarstjórnarkosningar fari fram leiðtogaprófkjör. Hún segir að það hafi jafnframt heyrst að tillagan verði sú að það eigi að leyfa mjög litlum hluta sjálfstæðismanna að taka þátt í kjörinu. Aðeins þeim sem eru í fulltrúaráðinu muni gefast þess kostur, í ráðinu séu eitthvað um þúsund manns. Það séu mikið færri en hingað til hafi tekið þátt i prófkjöri flokksins. „Þúsundir manna eru á kjörskrá í Reykjavík og allt upp í tíu þúsund manns hafa verið að taka þátt í prófakjöri undanfarin ár. Það er skrítið ef tillagan verður sú að það eigi aðeins að leyfa mjög litlum hluta að kjósa,“ segir Áslaug.Undarlega að málum staðið Áslaug segir mjög undarlega að málum staðið. Það hafi alls ekki verið skýrt hvernig eigi að standa að þessu máli og það hafi ekkert komið fram um það hvernig ætti að kjósa í önnur sæti en leiðtogasætið. En það mun vera ljóst að fullt af fólki mun bjóða sig fram í leiðtogasætið en líka í önnur sæti. Mjög sé óljóst hvernig eigi að raða í sætin. „Þetta er ekki að fara fram fyrir opnum tjöldum hvernig á að standa að þessu máli og ég sé ekki tilganginn í því að leggja þetta fram á fundi, áður en fólk fær nokkurt ráð til þess að kynna sér málið,“ segir Áslaug. „Það er mjög óvenjulegt að svona stór flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er, ætli að fara að gera æfingar með þessum hætti og gefa mönnum ekki meiri tíma til þess að ræða aðferðirnar,“ segir hún. Áslaug segir mjög mikla óánægju vera meðal sjálfstæðismanna sem hún hefur rætt við. Ekki bara í borginni heldur almennt meðal flokksmanna. Hún bendir á að Vörður hafi gert könnun meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir um tveimur árum síðan. Þar hafi komið skýrt fram að flokksmenn teldu prófkjör vera bestu leiðina.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira