Innlent

Umfangsmikil gagnasöfnun Hagstofu orðin að lögum

Heimir Már Pétursson skrifar
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hagstofu Íslands var samþykkt sem lög frá Alþingi í dag með 33 atkvæðum stjórnarþingmanna gegn 13 atkvæðum stjórnarandstöðunnar en fimm stjórnarandstöðuþingmenn sátu hjá.

Með lögunum fær Hagstofan víðtækar heimildir til að afla gagna um öll lán, lánaferil og ástæður lántöku allra lögráða Íslendinga hjá öllum lánastofnunum landsins.

Stjórnarandstaðan lýsti sig reiðubúna til að móta aðrar tillögur sem ekki gengju gegn friðhelgi einkalífsins, eins og hún telur að nýju lögin geri.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði lögin hins vegar ekki brjóta gegn friðhelgi einkalífsins, andstaða stjórnarandastöðunnar byggði á því að vera á móti öllu sem ný ríkisstjórn leggði til. En þeim orðum forsætisráðherrans mótmæltu stjórnarandstöðuþingmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×