Lífið

Hætt í Gettu betur

Ellý Ármanns skrifar
Edda Hermannsdóttir er hætt í spurningaþættinum Gettu betur sem sýndur eru á Rúv.
Edda Hermannsdóttir er hætt í spurningaþættinum Gettu betur sem sýndur eru á Rúv.
Edda Hermannsdóttir hefur sagt skilið við Gettu betur spurningakeppni framhaldsskólanna þar sem hún sinnti starfi spyrils. Við spurðum Eddu um framhaldið.

Hætt eftir þrjú frábær ár

„Já ég er semsagt hætt og tilkynnti það til dagskrárstjóra í vor. Þetta hafa verið þrjú frábær ár. Það var auðvitað stórt stökk að byrja í fjölmiðlum á þennan hátt en ég lærði mikið á þessum tíma og vann með góðu fólki," segir Edda.

Nýútskrifuð stjórnar VB Sjónvarpi

„Ég var að útskrifast í vor úr hagfræðinni og núna held áfram að vinna sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu þar sem ég stýri VB Sjónvarpi.  Framhald í þáttagerð er alveg óráðið og ég ætla bara að njóta þess að taka eitt skref í einu núna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.