Innlent

Stöð 3 fer í loftið í kvöld - þetta þarftu að gera til að ná stöðinni

Nýja sjónvarpsstöðin Stöð 3 fer í loftið klukkan 19 í kvöld. Opnunarpartýið hefst í beinni útsendingu klukkan 21 þegar stórsöngvarinn Friðrik Dór fær til sín fjölda góðra gesta í skemmtiþáttinn góða.

Auk þess verður boðið upp á frábæra tónlist, en á meðal þeirra sem koma fram er hljómsveitin Kaleo. Fyrsta vikan verður í opinni dagskrá. Hægt verður að kaupa áskrift að Stöð 3 sérstaklega fyrir 2.990 krónur á mánuði og þeirri áskrift fylgir einnig aðgangur að Krakkastöðinni auk þriggja mánaða áskriftar af Tónlist.is.

Til að viðskiptavinir nái inn stöðinni þurfa þeir að endurræsa myndlykla sína með því að taka þá úr sambandi. Áskrifendur með digital Ísland þurfa að velja "menu" á fjarstýringunni og velja þar sjálfvirkaleit. Lykilorðið er: 0000. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×