Stöð 3 fer í loftið í kvöld: "Ég verð bara að taka þetta á temmilegu kæruleysi" Hrund Þórsdóttir skrifar 7. september 2013 18:45 Það er óhætt að hlakka til vetrarins, því í kvöld hefur göngu sína ný og fersk sjónvarpsstöð, Stöð 3. Í boði verður erlent gæðaefni í bland við nýtt íslenskt og má nefna matreiðsluþátt með Evu Laufeyju Kjaran og þáttinn Í makaleit, þar sem fylgst verður með Íslendingum sem þrá meiri rómantík og losta í líf sitt. Til að fagna nýju stöðinni verður glæsilegri skemmtidagskrá sjónvarpað frá Kex hosteli í opinni dagskrá frá klukkan níu í kvöld og gestgjafinn Friðrik Dór var vel stemmdur fyrir kvöldið. „Ég hef aldrei verið í sjónvarpi áður en ég lofa miklu stuði og fagmennsku í minni framkomu,“ segir Friðrik. Hann játar því aðspurður að umræður séu í gangi um að hann taki að sér að stýra sjónvarpsþætti á Stöð 3. Var kannski draumurinn alltaf að verða sjónvarpsstjarna? „Nei, ég get nú ekki sagt að það hafi alltaf verið draumurinn en það er mjög áhugavert verkefni og ég hlakka mikið til að spreyta mig á því. Vonandi gengur það vel. Ég verð bara að taka þetta á temmilegu kæruleysi,“ segir hann. Stöð 3 næst um allt land og verður öllum opin fyrstu vikuna. Hægt er að kaupa áskrift á netsíðunni stod3.is fyrir 2.990 kr. á mánuði og áskriftinni fylgir aðgangur að Krakkastöðinni auk þriggja mánaða áskriftar að tónlist.is. Stöð 3 fylgir frítt með áskrift að Stöð 2 og til að viðskiptavinir nái inn stöðinni þurfa þeir að endurræsa myndlykla sína með því að taka þá úr sambandi. Áskrifendur með digital Ísland þurfa að velja "menu" á fjarstýringunni og velja þar sjálfvirka leit. Lykilorðið er 0000. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Það er óhætt að hlakka til vetrarins, því í kvöld hefur göngu sína ný og fersk sjónvarpsstöð, Stöð 3. Í boði verður erlent gæðaefni í bland við nýtt íslenskt og má nefna matreiðsluþátt með Evu Laufeyju Kjaran og þáttinn Í makaleit, þar sem fylgst verður með Íslendingum sem þrá meiri rómantík og losta í líf sitt. Til að fagna nýju stöðinni verður glæsilegri skemmtidagskrá sjónvarpað frá Kex hosteli í opinni dagskrá frá klukkan níu í kvöld og gestgjafinn Friðrik Dór var vel stemmdur fyrir kvöldið. „Ég hef aldrei verið í sjónvarpi áður en ég lofa miklu stuði og fagmennsku í minni framkomu,“ segir Friðrik. Hann játar því aðspurður að umræður séu í gangi um að hann taki að sér að stýra sjónvarpsþætti á Stöð 3. Var kannski draumurinn alltaf að verða sjónvarpsstjarna? „Nei, ég get nú ekki sagt að það hafi alltaf verið draumurinn en það er mjög áhugavert verkefni og ég hlakka mikið til að spreyta mig á því. Vonandi gengur það vel. Ég verð bara að taka þetta á temmilegu kæruleysi,“ segir hann. Stöð 3 næst um allt land og verður öllum opin fyrstu vikuna. Hægt er að kaupa áskrift á netsíðunni stod3.is fyrir 2.990 kr. á mánuði og áskriftinni fylgir aðgangur að Krakkastöðinni auk þriggja mánaða áskriftar að tónlist.is. Stöð 3 fylgir frítt með áskrift að Stöð 2 og til að viðskiptavinir nái inn stöðinni þurfa þeir að endurræsa myndlykla sína með því að taka þá úr sambandi. Áskrifendur með digital Ísland þurfa að velja "menu" á fjarstýringunni og velja þar sjálfvirka leit. Lykilorðið er 0000.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent