Innlent

Flugeldasýningu á Ljósanótt aflýst

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Frá Ljósanótt, mynd úr safni.
Frá Ljósanótt, mynd úr safni.
Flugeldasýningunni og tónleikunum sem áttu að vera á stóra sviðinu í kvöld á Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur verið aflýst vegna veðurs.

Stefnt verður að því að halda flugeldasýninguna annað kvöld klukkan 22:00.

Ballið með Páli Óskari verður haldið. 

"Það er hlýtt og gott inni í stapa og Stapinn hefur örugglega aldrei verið jafn fallegur," segir Páll Óskar.

"Ég byrja klukkan 12 á miðnætti og verð til hálf fimm í nótt og það verður massívt stuð að hætti Palla," segir hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×