Innlent

Sex teknir fyrir ölvunarakstur

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sex ökumenn sem grunaðir voru um að keyra undir áhrifum áfengis í nótt. Þrír þeirra voru auk þess ekki með ökuréttindi, einn til viðbótar var tekinn fyrir akstur án retina.

Lögreglan stöðvaði einnig ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna og án réttinda. Sá ökumaður er jafnframt grunaður um vörslu fíkniefna, brot á vopnalögum og brot á lyfjalögum. Tveir farþegar voru í bifreið ökumannsins og var annar þeirra fluttur á slysadeild þar sem hann var rænulítill. Farþegarnir hafa báðir verið kærðir fyrir vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×