"Að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. september 2013 11:15 Friðrik Þór Friðriksson „Það er óviðunandi að búa við svona umhverfi, fyrir hvaða atvinnugrein sem er,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri og -framleiðandi um nýleg tíðindi þess efnis að ríkisstjórn hafi til skoðunar að minnka framlög til Kvikmyndasjóðs um 40 prósent. „Síðasta ríkistjórn skar kvikmyndasjóð heiftarlega niður - en eftir að fjármagnið var aftur aukið hefur orðið 238 prósent veltuaukning í kvikmyndaframleiðslu – þá eru myndbönd og sjónvarpsefni tekin með. Fjölgun ársverka voru tæplega sex hundruð,“ segir Friðrik, jafnframt. „Þetta getur hver maður séð - þetta eru heimildir frá Hagstofu,“ bætir hann við. „Síðan er erlend fjárfesting í kvikmyndaverkum langt yfir milljarði þannig að tekjur ríkisins – af hækkuninni – verður reiknaður upp á 1,2 milljarða rúmlega,“ segir Friðrik. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð fjármagnaða eftir ákveðinni formúlu. „Þegar Kvikmyndasjóður kemur með framlag þá þurfum við að leita að erlendu fjármagni eða innlendu, frá einkaaðilum, til að fjármagna gerð kvikmyndarinnar,“ útskýrir Friðrik. „Þannig að að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna,“ segir hann. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð nánast einu atvinnugreinina sem er að koma með nýtt erlent fjármagn inn í landið, sem hefur ekki áður verið í íslensku hagkerfi. „Svo getum við talað um þann tekjustofn ríkisins sem er ferðamannaiðnaðurinn. Aukningu ferðamanna til landsins má að stórum hluta rekja til þess hvað þessar stjörnur sem eru hérna í tökum hafa auglýst landið, á samfélagsmiðlum og í spjallþáttum og þar fram eftir götunum,“ segir Friðrik. „Það er ekki hægt að setja verðmat á það,“ bætir hann við. Friðrik segir íslensku myndirnar einnig hafa mikið aðdráttarafl. „Hross í Oss er til dæmis á leiðinni í heimsreisu, á hátíðir um allan heim. Þetta er svona mynd sem á örugglega eftir að trekkja erlenda ferðamenn til landsins,“ segir Friðrik. „Ég bara trúi ekki að þessi ríkisstjórn fatti það ekki að mjólkurkýr, góðar kýr, verða að lifa og fá að dafna,“ segir Friðrik að lokum. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
„Það er óviðunandi að búa við svona umhverfi, fyrir hvaða atvinnugrein sem er,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri og -framleiðandi um nýleg tíðindi þess efnis að ríkisstjórn hafi til skoðunar að minnka framlög til Kvikmyndasjóðs um 40 prósent. „Síðasta ríkistjórn skar kvikmyndasjóð heiftarlega niður - en eftir að fjármagnið var aftur aukið hefur orðið 238 prósent veltuaukning í kvikmyndaframleiðslu – þá eru myndbönd og sjónvarpsefni tekin með. Fjölgun ársverka voru tæplega sex hundruð,“ segir Friðrik, jafnframt. „Þetta getur hver maður séð - þetta eru heimildir frá Hagstofu,“ bætir hann við. „Síðan er erlend fjárfesting í kvikmyndaverkum langt yfir milljarði þannig að tekjur ríkisins – af hækkuninni – verður reiknaður upp á 1,2 milljarða rúmlega,“ segir Friðrik. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð fjármagnaða eftir ákveðinni formúlu. „Þegar Kvikmyndasjóður kemur með framlag þá þurfum við að leita að erlendu fjármagni eða innlendu, frá einkaaðilum, til að fjármagna gerð kvikmyndarinnar,“ útskýrir Friðrik. „Þannig að að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna,“ segir hann. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð nánast einu atvinnugreinina sem er að koma með nýtt erlent fjármagn inn í landið, sem hefur ekki áður verið í íslensku hagkerfi. „Svo getum við talað um þann tekjustofn ríkisins sem er ferðamannaiðnaðurinn. Aukningu ferðamanna til landsins má að stórum hluta rekja til þess hvað þessar stjörnur sem eru hérna í tökum hafa auglýst landið, á samfélagsmiðlum og í spjallþáttum og þar fram eftir götunum,“ segir Friðrik. „Það er ekki hægt að setja verðmat á það,“ bætir hann við. Friðrik segir íslensku myndirnar einnig hafa mikið aðdráttarafl. „Hross í Oss er til dæmis á leiðinni í heimsreisu, á hátíðir um allan heim. Þetta er svona mynd sem á örugglega eftir að trekkja erlenda ferðamenn til landsins,“ segir Friðrik. „Ég bara trúi ekki að þessi ríkisstjórn fatti það ekki að mjólkurkýr, góðar kýr, verða að lifa og fá að dafna,“ segir Friðrik að lokum.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira