Enski boltinn

Tilboð í Alderweireld frá Rússlandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Toby Alderweireld
Toby Alderweireld Mynd/Gettyimages
Marc Overmars staðfesti í viðtali við De Telegraaf að tilboð hafi borist í belgíska varnarmanninn Toby Alderweireld.

Miðvörðurinn Alderweireld sem getur einnig spilað sem hægri bakvörður hefur verið eftirsóttur í allt sumar og hefur verið orðaður við Tottenham, Liverpool og Arsenal.

Ekkert þeirra hefur hinsvegar boðið í leikmanninn, tilboð frá Norwich var samþykkt af hálfu Ajax en samningarviðræður milli Norwich og leikmannsins gengu ekki upp. Overmars vildi ekki gefa upp hvaðan síðasta tilboð kom en fjölmiðlar telja að tilboðið komi frá Rússlandi.

„Við höfum fengið tilboð, ég vill ekki gefa upp nein nöfn en við erum í viðræðum. Líkt og áður í sumar með Norwich geri ég ráð fyrir að við munum finna lausn,"

Alderweireld á eitt ár eftir af samningi sínum og hefur gefið það út að hann vilji helst spila í Englandi eða í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×