Enski boltinn

Katrín skoraði í toppslag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Katrín Ómarsdóttir
Katrín Ómarsdóttir Mynd/Gettyimages
Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir var meðal markaskorara í 4-3 sigri Liverpool gegn Bristol í ensku kvennadeildinni.

Sigurinn var kærkominn fyrir Liverpool eftir að hafa í vikunni tapað fyrir Arsenal og duttið út úr bikarnum í vítaspyrnukeppni gegn Lincoln.

Liverpool lentu undir í leiknum en voru fljótar að svara. Mark Katrínar kom með skoti sláin inn í upphafi seinni hálfleiks. Liverpool er á toppi deildarinnar eftir leikinn á markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×