Enski boltinn

Suarez ekki tilbúinn að biðjast afsökunar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Luis Suarez
Luis Suarez Mynd/Gettyimages
Brendan Rodgers ætlast til að Luis Suarez muni biðja liðsfélaga sína og aðdáendur Liverpool afsökunar fyrir hegðun sína undanfarnar vikur. Suarez vill ólmur komast í burtu frá Liverpool.

„Hann hlýtur að gera sér grein fyrir því að hann þarf að biðja liðsfélaga sína og klúbbinn afsökunar. Aðdáendurnir og liðsfélagar hans eiga meira en þetta skilið," sagði Brendan Rodgers í samtali við Sky aðspurður um hvað væri næst hjá Suarez.

„Ég hef verið að fylgjast með honum upp á síðkastið og hann hagar sér ekki eins og Suarez sem ég þekki. Hann hefur eytt síðustu dögum einn að æfa og hinir strákarnir hafa verið að æfa vel án hans,"

Framundan er landsliðsverkefni og fer Suarez til Japan.

„Við munum endurmeta stöðuna þegar hann kemur aftur, ég talaði við John[Henry, eiganda Liverpool] í Noregi og við erum sammála. Við munum ekki selja til Arsenal, við viljum halda honum,"

Samkvæmt heimildum SkySports þá er ætlar Suarez hinsvegar ekki að biðja neinn afsökunar. Honum finnst hann ekki hafa gert neitt rangt í sínu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×