Lífið

Bónorð og gifting næsta dag

Kevin Federline, fyrrverandi eiginmaður Britney Spears, bað kærustu sinnar Victoriu Prince á föstudaginn. Þau gengu í það heilaga daginn eftir á Hard Rock-hótelinu í Las Vegas.

“Það var kominn tími til að Kevin kæmist yfir Britney og héldi áfram að lifa lífinu. Victoria er frábær stelpa,” segir vinur Kevins.

Hamingjusöm fjölskylda.
Kevin og Victoria byrjuðu að deita árið 2008 og eiga þau eina dóttur saman, Jordan Kay, sem verður tveggja ára í vikunni. Kevin giftist Britney í september árið 2004 en hún sótti um skilnað í nóvember árið 2006. Þau eiga saman tvo drengi, Jayden James, sex ára og Sean Preston, sjö ára. Þá á Kevin líka stúlkuna Kori, ellefu ára og drenginn Kaleb, níu ára með fyrrverandi kærustu sinni Shar Jackson.

Kevin og Britney á brúðkaupsdaginn.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.