Lífið

Bónorð í Las Vegas

Kevin Federline, fyrrverandi eiginmaður söngkonunnar Britney Spears, bað kærustu sinnar Victoriu Prince í Las Vegas um helgina.

“Hún sagði já! Kevin sagði henni að hann væri að fara til Vegas vegna vinnunnar en hann kom henni á óvart með því að biðja hennar. Hann hyggur á að giftast henni á næstu dögum,” segir vinur Kevins í viðtali við Us Weekly.

Hamingjusöm fjölskylda.
Kevin og Victoria eru búin að vera að deita síðan árið 2008 og eiga saman eins árs gamla stúlku sem heitir Jordan Kay. Kevin á líka tvo syni með Britney – Jayden James, sex ára og Sean Preston, sjö ára. Þá á hann líka Kori, ellefu ára og Kaleb, níu ára með fyrrverandi kærustu sinni Shar Jackson.

Kevin með fyrrverandi eiginkonu sinni, Britney Spears.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.