Fótbolti

Aron má spila með Bandaríkjunum á morgun

Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson er kominn með leikheimild með bandaríska landsliðinu og mun væntanlega spila með liðinu á morgun.

Aron fékk leikheimild nú undir kvöld og er því löglegur er Bandaríkin spila við Bosníu-Hersegóvínu í Sarajevo á morgun.

Ekki var endilega búist við því að Aron fengi leikheimild enda tekur ferlið oftar en ekki fjórar til sex vikur.

Heimildin er þó komin og þar af leiðandi er ekkert því til fyrirstöðu að Aron spili sinn fyrsta leik fyrir Bandaríkin annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×